Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2023 09:56 Hraunsfjörður bleikjur Ástæðan fyrir því að veiðimenn leggja á sig 2 tíma keyrslu og rúmlega það til að kasta flugu fyrir sjóbleikju í Hraunsfirði eru augljósar. Það eru fáir ef nokkur fiskur sem smakkast jafnvel og sjóbleikja, ég held að veiðimenn og veiðikonur sem og lista matreiðslumenn landsins séu sammála því. Að standa við þetta magnaða vatn og veiða sjóbleikju sem endar á pönnu, grilli eða í reyk er hápunktur veiðisumarsins hjá þeim sem stunda þetta vatn. Það er gaman að heyra frá jafn mörgum sem hafa verið að kíkja í Hraunsfjörð síðustu daga og flestir eru að gera ágætis veiði. Bleikjan er feit og vel haldin, yfirleitt um 2-3 pund en það er frábær stærð í matinn. Allra vönustu veiðimennirnir eru að ná 5-10 fiskum á dag og nokkrir sem við höfum heyrt í gert betur en það. Mest er að veiðast á flugu og það er eins og venjulega þessar litlu þyngdu púpur sem eiga helst að vera grænar eða grænleitar sem eru að gefa best en aðrar eins og Langskeggur, Héraeyra, Peter Ross, Bleik og Blá, Teal and Black og Black Zulu eru líka nefndar á nafn. Vatnið er hluti af Veiðikortinu og ef veðurspá næstu daga stenst með sól og hlýindum er þetta klárlega vatnið til að kíkja í. Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði
Það eru fáir ef nokkur fiskur sem smakkast jafnvel og sjóbleikja, ég held að veiðimenn og veiðikonur sem og lista matreiðslumenn landsins séu sammála því. Að standa við þetta magnaða vatn og veiða sjóbleikju sem endar á pönnu, grilli eða í reyk er hápunktur veiðisumarsins hjá þeim sem stunda þetta vatn. Það er gaman að heyra frá jafn mörgum sem hafa verið að kíkja í Hraunsfjörð síðustu daga og flestir eru að gera ágætis veiði. Bleikjan er feit og vel haldin, yfirleitt um 2-3 pund en það er frábær stærð í matinn. Allra vönustu veiðimennirnir eru að ná 5-10 fiskum á dag og nokkrir sem við höfum heyrt í gert betur en það. Mest er að veiðast á flugu og það er eins og venjulega þessar litlu þyngdu púpur sem eiga helst að vera grænar eða grænleitar sem eru að gefa best en aðrar eins og Langskeggur, Héraeyra, Peter Ross, Bleik og Blá, Teal and Black og Black Zulu eru líka nefndar á nafn. Vatnið er hluti af Veiðikortinu og ef veðurspá næstu daga stenst með sól og hlýindum er þetta klárlega vatnið til að kíkja í.
Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Kveðja til veiðikvenna við Langá Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði