Aðsóknin sprakk við komu besta verks aldarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júlí 2023 23:19 Hlynur Hallsson er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Vísir/Arnar Á Listasafninu á Akureyri er um þessar mundir sýnt eitt besta verk 21. aldar. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og segist safnstjórinn aðsóknina hafa sprungið í kjölfar þess að sýningar á verkinu hófust. Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september. Akureyri Menning Söfn Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september.
Akureyri Menning Söfn Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira