RAX tilnefndur til stórra ljósmyndaverðlauna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2023 12:45 Tilkynnt var um tilnefninguna í gær. Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, hefur verið tilnefndur til Prix Pictet ljósmyndaverðlaunanna. Verðlaunin eru ein þau virtustu sem veitt eru í faginu. Í grein The Guardian er greint frá þeim tíu ljósmyndurum sem hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Tilnefningarnar voru tilkynntar á Les Rencontres d'Arles ljósmyndahátíðinni í Frakklandi í gær. Þá kemur fram að á hverju ári sé þema í keppninni sem og að þemað í ár sé Human, eða mennska. Hverjum ljósmyndara sem tilnefndur er fylgir myndasería sem inniheldur tíu ljósmyndir. Myndasería RAX heitir Where the Wolds Is Melting og inniheldur myndir sem teknar eru á Grænlandi, í Síberíu og á Íslandi á árunum 2013 til 2022. Myndasyrpuna í heild sinni má sjá á vef Prix Pricket. RAX hefur tekið ljósmyndir í yfir fjörutíu ár. Ragnar Axelsson/RAX Í samtali við Vísi segir Ragnar tilnefninguna mikinn heiður. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ segir hann. Um þessar mundir er Ragnar á ferðalagi um heimskautalöndin þar sem hann tekur myndir fyrir sýningu og bók sem hann vinnur nú að. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. „Maður er aldrei að reikna með neinu en við vonum það besta,“segir Ragnar um tilnefninguna. Ein af myndum RAX sem hann tók á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX Tilkynnt verður um sigurvegara Prix Pictet verðlaunanna við athöfn á Victoria and Albert safninu í London í haust. Í kjölfarið verða myndaseríur allra tólf ljósmyndaranna sem tilnefndir voru sýndar á ljósmyndasöfnum víðsvegar um heiminn næstu tvö árin. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Þá hlaut Ragnar fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til ljósmyndunar og umfjöllunar um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér. RAX Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Síðustu ábúendur í Lokinhamradal Lokinhamradalur er fallegur en afskekktur dalur á Vestfjörðum. Í dalnum bjuggu tveir einbúar, Sigurjón á bænum Lokinhömrum, og Sigríður á Hrafnabjörgum. Aðeins voru 300 - 400 metrar og einn lækur á milli bæjanna. 4. júní 2023 07:02 Skelkuð hross í sjálfheldu Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum. 28. maí 2023 07:01 „Nautið kom alltaf á fleygiferð“ Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma. 21. maí 2023 07:01 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Í grein The Guardian er greint frá þeim tíu ljósmyndurum sem hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Tilnefningarnar voru tilkynntar á Les Rencontres d'Arles ljósmyndahátíðinni í Frakklandi í gær. Þá kemur fram að á hverju ári sé þema í keppninni sem og að þemað í ár sé Human, eða mennska. Hverjum ljósmyndara sem tilnefndur er fylgir myndasería sem inniheldur tíu ljósmyndir. Myndasería RAX heitir Where the Wolds Is Melting og inniheldur myndir sem teknar eru á Grænlandi, í Síberíu og á Íslandi á árunum 2013 til 2022. Myndasyrpuna í heild sinni má sjá á vef Prix Pricket. RAX hefur tekið ljósmyndir í yfir fjörutíu ár. Ragnar Axelsson/RAX Í samtali við Vísi segir Ragnar tilnefninguna mikinn heiður. „Þetta er ákveðið statement um að maður sé að gera eitthvað af viti,“ segir hann. Um þessar mundir er Ragnar á ferðalagi um heimskautalöndin þar sem hann tekur myndir fyrir sýningu og bók sem hann vinnur nú að. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á heimskautalöndunum í tengslum við loftslagsmál og mismunandi lifnaðarhætti íbúa heimskautalandanna. „Maður er aldrei að reikna með neinu en við vonum það besta,“segir Ragnar um tilnefninguna. Ein af myndum RAX sem hann tók á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX Tilkynnt verður um sigurvegara Prix Pictet verðlaunanna við athöfn á Victoria and Albert safninu í London í haust. Í kjölfarið verða myndaseríur allra tólf ljósmyndaranna sem tilnefndir voru sýndar á ljósmyndasöfnum víðsvegar um heiminn næstu tvö árin. RAX á yfir fjörutíu ára feril að baki í faginu og er hvergi nærri hættur. Hann starfaði lengi sem ljósmyndari Morgunblaðsins auk þess sem hann hefur gefið út samtals átta ljósmyndabækur. Ljósmyndir RAX hafa verið birtar í tímaritum á borð við Life, Newsweek, Stern, National geograpic og Time. Þá hlaut Ragnar fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til ljósmyndunar og umfjöllunar um lífshætti frumbyggja á norðurslóðum. Í þáttunum RAX augnablik sem sýndir eru á Vísi og Stöð 2 Maraþon segir Ragnar sögurnar á bak við ógleymanlegar ljósmyndir sínar. Þættina má nálgast hér.
RAX Ljósmyndun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Síðustu ábúendur í Lokinhamradal Lokinhamradalur er fallegur en afskekktur dalur á Vestfjörðum. Í dalnum bjuggu tveir einbúar, Sigurjón á bænum Lokinhömrum, og Sigríður á Hrafnabjörgum. Aðeins voru 300 - 400 metrar og einn lækur á milli bæjanna. 4. júní 2023 07:02 Skelkuð hross í sjálfheldu Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum. 28. maí 2023 07:01 „Nautið kom alltaf á fleygiferð“ Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma. 21. maí 2023 07:01 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Síðustu ábúendur í Lokinhamradal Lokinhamradalur er fallegur en afskekktur dalur á Vestfjörðum. Í dalnum bjuggu tveir einbúar, Sigurjón á bænum Lokinhömrum, og Sigríður á Hrafnabjörgum. Aðeins voru 300 - 400 metrar og einn lækur á milli bæjanna. 4. júní 2023 07:02
Skelkuð hross í sjálfheldu Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum. 28. maí 2023 07:01
„Nautið kom alltaf á fleygiferð“ Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma. 21. maí 2023 07:01