Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2023 17:00 Hjónin hafa um árabil frætt hina ýmsu Íslendinga um þriðju vaktina og stefna á að gefa út bók um vandamálið fyrir jól. Heiða Helga Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum. Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson eru höfundar bókarinnar, sem ber heitið „Þriðja vaktin - Bók um hugræna byrði.“ Þau stefna á útgáfu í haust og safna enn frásögnum um þriðju vaktina svokölluðu. Söfnun þeirra á Karolina Fund hefur gengið vonum framar en þau hafa náð markmiði sínu og safnað rúmlega einni milljón króna. Þau stefna að því að gefa bókina út fyrir jól. Á vef söfnunarinnar er þriðja vaktin skilgreind: „Ósýnileg, ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili.“ Alltaf að fá sömu frásagnirnar Þorsteinn segir í samtali við Vísi að hugmyndin að bókinni hafi kviknað hjá þeim hjónum eftir að þau hófu fræðslu um þriðju vaktina fyrir ýmis fyrirtæki. Þá komu þau jafnframt að gerð herferðar VR árið 2020. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum síðan og oft rætt það okkar á milli að þetta sé efni í heila bók. Eftir að við áttuðum okkur á því að við gætum gert þetta sjálf í gegnum Karolina Fund þá ákváðum við að kýla á þetta og nú stefnir allt í að það verði að veruleika.“ Þorsteinn segir þau hjón hafa heimsót tugi fyrirtækja og frætt starfsfólk um þriðju vaktina. Þá vekji umræður þeirra á samfélagsmiðlum um þriðju vaktina ætíð gríðarlega athygli. „Við erum með sameiginlegt dagatal, þar sem ég set inn alla tíma fyrir börnin, læknir, tannlæknir, klipping, æfingar, afmæli, skóla uppákomur. Maðurinn minn setur aldrei neitt inn, alveg sama hvað ég bið hann oft um að nota þetta. Hann „tekur sig á“ í viku og viku, en sjaldnast ratar eitthvað þarna inn. Ég er stjórnandi í minni vinnu og þarf að vera verkefna og verkstjóri þar og kem svo heim og er verkefna og verkstjóri þar líka.“ „Í hvert einasta sinn sem við tölum um þetta þá springa miðlarnir. Það verður allt vitlaust. Þetta er eitthvað efni sem er greinilega mjög heitt, viðkvæmt, persónulegt, pólitískt og með snertifleti víða.“ Þorsteinn segir þá staðreynd að þau hjón hafi oft heyrt sömu frásagnir aftur og aftur ekki síst hafa ýtt þeim út í að vilja gera eitthvað í málinu og gefa út bók. Um sé að ræða sömu frásagnirnar frá tugum einstaklinga. „Við erum alltaf að heyra sömu dæmin, þar sem konur eru bara að drukkna, aðallega út af þriðju vaktinni en líka annarri vaktinni, að sjá sjálfar um allt saman og við karlarnir virðumst ekki einu sinni taka eftir þessu og finnst þetta oft bara vera væl og ef það er kvartað í okkur er þetta skrifað á stjórnsemi, tilætlunarsemi og viðkvæmni.“ „Maðurinn minn er erlendur og þegar við bjuggum á íslandi sagði hann mér að hann væri ekki í því að skipuleggja íþróttir barnanna eða sumarnámskeið eða skoða tölvupósta frá skólanum og bregðast við þeim því hann skildi ekki íslensku. Núna erum við í hans landi þar sem við bæði skiljum málið og ég er ennþá í því að skipuleggja íþróttirnar, sumarnámskeiðin og bregðast við tölvupóstum.“ Vel rannsakað Þorsteinn segir markmiðið að safna frásögnunum saman og setja þær í samhengi við rannsóknir um þriðju vaktina. Hún hafi verið þaulrannsökuð í gegnum árin. „Við viljum veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um þetta af því að forsenda þess að við getum tæklað þetta er sú að við sjáum þetta og skiljum þetta. Ef það er komin út aðgengileg bók um vandamálið þá geta karlar ekki skýlt sér á bakvið þá afsökun að þeir skilji þetta ekki.“ Vill ná til fólks sem vill deila byrðinni Af og til ber á því að gert sé grín að hugtakinu manna á milli. Spurður hvort hann sé vongóður um að bókin muni nái til þeirra sem hafi lítið álit á hugtakinu og efast um tilvist þess segir Þorsteinn að hann trúi því að hægt og bítandi muni hinar mestu karlrembur vakna úr dvala. „Konan þrífur, eldar og passar að allt sé til en ef það þarf að grilla eða negla upp nagla þá mætir kallinn eins og „hetja“ „En hins vegar tel ég að það sé alveg nógu mikið af mönnum sem vilja raunverulega vanda sig, sem raunverulega vilja ekki dömpa allri byrði á makann sinn. Ég trúi því bara að það séu nógu margir karlar þar. En þeir eiga kannski erfitt með að sjá þetta og átta sig á þessu og hvað þeir geta gert til að gera betur og við viljum ná til þeirra. Við erum að tala við fólk sem vill í alvörunni deila byrðinni og jafnrétti á eigin heimilum.“ Ræða skilnað á sama tíma Þorsteinn segir að því miður séu dæmi þess að þriðja vaktin hafi rústað hjónaböndum. Þau Hulda fái reglulega að heyra frásagnir af körlum sem geri lítið úr vandanum. „Fullt af konum hafa sagt okkur frá því að samhliða því að þær reyni að ræða þriðju vaktina við eiginmenn sína ræði þær líka um skilnað. Við erum að tala um að þriðja vaktin getur einfaldlega valdið því að fólk skilur og þá er það yfirleitt þannig að konur fá bara nóg mönnum sem nenna ekki „þessu kjaftæði.“ Þetta er ótrúlega dulinn en stór vandi.“ Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira
Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson eru höfundar bókarinnar, sem ber heitið „Þriðja vaktin - Bók um hugræna byrði.“ Þau stefna á útgáfu í haust og safna enn frásögnum um þriðju vaktina svokölluðu. Söfnun þeirra á Karolina Fund hefur gengið vonum framar en þau hafa náð markmiði sínu og safnað rúmlega einni milljón króna. Þau stefna að því að gefa bókina út fyrir jól. Á vef söfnunarinnar er þriðja vaktin skilgreind: „Ósýnileg, ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili.“ Alltaf að fá sömu frásagnirnar Þorsteinn segir í samtali við Vísi að hugmyndin að bókinni hafi kviknað hjá þeim hjónum eftir að þau hófu fræðslu um þriðju vaktina fyrir ýmis fyrirtæki. Þá komu þau jafnframt að gerð herferðar VR árið 2020. „Við höfum gengið með þessa hugmynd í maganum síðan og oft rætt það okkar á milli að þetta sé efni í heila bók. Eftir að við áttuðum okkur á því að við gætum gert þetta sjálf í gegnum Karolina Fund þá ákváðum við að kýla á þetta og nú stefnir allt í að það verði að veruleika.“ Þorsteinn segir þau hjón hafa heimsót tugi fyrirtækja og frætt starfsfólk um þriðju vaktina. Þá vekji umræður þeirra á samfélagsmiðlum um þriðju vaktina ætíð gríðarlega athygli. „Við erum með sameiginlegt dagatal, þar sem ég set inn alla tíma fyrir börnin, læknir, tannlæknir, klipping, æfingar, afmæli, skóla uppákomur. Maðurinn minn setur aldrei neitt inn, alveg sama hvað ég bið hann oft um að nota þetta. Hann „tekur sig á“ í viku og viku, en sjaldnast ratar eitthvað þarna inn. Ég er stjórnandi í minni vinnu og þarf að vera verkefna og verkstjóri þar og kem svo heim og er verkefna og verkstjóri þar líka.“ „Í hvert einasta sinn sem við tölum um þetta þá springa miðlarnir. Það verður allt vitlaust. Þetta er eitthvað efni sem er greinilega mjög heitt, viðkvæmt, persónulegt, pólitískt og með snertifleti víða.“ Þorsteinn segir þá staðreynd að þau hjón hafi oft heyrt sömu frásagnir aftur og aftur ekki síst hafa ýtt þeim út í að vilja gera eitthvað í málinu og gefa út bók. Um sé að ræða sömu frásagnirnar frá tugum einstaklinga. „Við erum alltaf að heyra sömu dæmin, þar sem konur eru bara að drukkna, aðallega út af þriðju vaktinni en líka annarri vaktinni, að sjá sjálfar um allt saman og við karlarnir virðumst ekki einu sinni taka eftir þessu og finnst þetta oft bara vera væl og ef það er kvartað í okkur er þetta skrifað á stjórnsemi, tilætlunarsemi og viðkvæmni.“ „Maðurinn minn er erlendur og þegar við bjuggum á íslandi sagði hann mér að hann væri ekki í því að skipuleggja íþróttir barnanna eða sumarnámskeið eða skoða tölvupósta frá skólanum og bregðast við þeim því hann skildi ekki íslensku. Núna erum við í hans landi þar sem við bæði skiljum málið og ég er ennþá í því að skipuleggja íþróttirnar, sumarnámskeiðin og bregðast við tölvupóstum.“ Vel rannsakað Þorsteinn segir markmiðið að safna frásögnunum saman og setja þær í samhengi við rannsóknir um þriðju vaktina. Hún hafi verið þaulrannsökuð í gegnum árin. „Við viljum veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um þetta af því að forsenda þess að við getum tæklað þetta er sú að við sjáum þetta og skiljum þetta. Ef það er komin út aðgengileg bók um vandamálið þá geta karlar ekki skýlt sér á bakvið þá afsökun að þeir skilji þetta ekki.“ Vill ná til fólks sem vill deila byrðinni Af og til ber á því að gert sé grín að hugtakinu manna á milli. Spurður hvort hann sé vongóður um að bókin muni nái til þeirra sem hafi lítið álit á hugtakinu og efast um tilvist þess segir Þorsteinn að hann trúi því að hægt og bítandi muni hinar mestu karlrembur vakna úr dvala. „Konan þrífur, eldar og passar að allt sé til en ef það þarf að grilla eða negla upp nagla þá mætir kallinn eins og „hetja“ „En hins vegar tel ég að það sé alveg nógu mikið af mönnum sem vilja raunverulega vanda sig, sem raunverulega vilja ekki dömpa allri byrði á makann sinn. Ég trúi því bara að það séu nógu margir karlar þar. En þeir eiga kannski erfitt með að sjá þetta og átta sig á þessu og hvað þeir geta gert til að gera betur og við viljum ná til þeirra. Við erum að tala við fólk sem vill í alvörunni deila byrðinni og jafnrétti á eigin heimilum.“ Ræða skilnað á sama tíma Þorsteinn segir að því miður séu dæmi þess að þriðja vaktin hafi rústað hjónaböndum. Þau Hulda fái reglulega að heyra frásagnir af körlum sem geri lítið úr vandanum. „Fullt af konum hafa sagt okkur frá því að samhliða því að þær reyni að ræða þriðju vaktina við eiginmenn sína ræði þær líka um skilnað. Við erum að tala um að þriðja vaktin getur einfaldlega valdið því að fólk skilur og þá er það yfirleitt þannig að konur fá bara nóg mönnum sem nenna ekki „þessu kjaftæði.“ Þetta er ótrúlega dulinn en stór vandi.“
Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira