Southampton sannfærðir um að geta fengið 50 milljónir fyrir Lavia Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 10:15 Romeo Lavia fagnar marki með Southampton. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Romeo Lavia hefur verið eftirsóttur hjá stórliðum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu vikum. Southampton eru bjartsýnir á að geta fengið 50 milljónir punda fyrir Belgann unga. Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira