46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 12:48 Þyrlur eru nýttar til að reyna að hafa hemil á umfangsmiklum skógareldum sem nú loga í Sviss. Ap/Jean-Christophe Bott Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30
„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48