Sjáðu mörkin í undirbúningsleikjum Liverpool og United Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 18:34 Donny Van De Beek fagnar marki sínu gegn Lyon í dag. Vísir/Getty Liverpool og Manchester United eru komin á fullt í undirbúningi fyrir tímabilið á Englandi og léku í dag æfingaleiki gegn Karlsruher og Lyon. Bæði lið unnu sigra í leikjum dagsins. Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira
Manchester United mætti í dag franska liðinu Lyon á Murrayfield leikvanginum í Edinborg. Mason Mount var í byrjunarliði United í dag sem stillti upp blöndu af ungum leikmönnum og mönnum með meiri reynslu. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði Hollendingurinn Donny Van De Beek á 49. mínútu með góðu skoti úr teignum eftir sendingu Daniel Gore. Van De Beek var einn af tíu leikmönnum sem komu inn af varamannabekknum í hálfleik. GOALLL!!! @Donny_Beek6 opens the scoring with a sweet volley #MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 19, 2023 Jonny Evans var á meðal þeirra sem kom við sögu hjá United í dag en hann skrifaði undir skammtímasamning við félagið í gær. Matej Kovar lék í marki liðsins en forráðamenn United vonast til að ganga frá félagaskiptum Andre Onana sem allra fyrst. Liverpool er í æfingabúðum í Þýskalandi þessa dagana en liðið lék í dag við Karlsruher í fyrsta æfingaleik sínum þetta sumarið. Combining with @MoSalah to get us off the mark in pre-season. Love it, @Darwinn99 — Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Darwin Nunez kom Liverpool yfir strax eftir fjögurra mínútna leik en Karlsruhe komst í 2-1 með mörkum Sebastian Jung og Lars Stindl sitt hvoru megin við hálfleikinn. Karlsruher leikur í næst efstu deild í Þýskalandi og endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Nýliðinn Dominik Szoboszlai var í byrjunarliði Liverpool í dag en Alexis Mac Allister, sem Liverpool keypti frá Brighton í sumar, kom inn á í hálfleik. Jordan Henderson var ekki í leikmannahópi liðsins frekar en hinn brasilíski Fabinho. Henderson er við það að ganga til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu og Fabinho hefur verið orðaður við Al Ittihad og vantar lítið upp á svo þau félagaskipti gangi í gegn sömuleiðis. Neat turn emphatic finish pic.twitter.com/xQQWOV5hjz— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023 Cody Gakpo jafnaði metin fyrir Liverpool í leiknum í dag þegar hann skoraði á 69. mínútu með skoti af markteig eftir að Diogo Jota skallaði boltann fyrir hann. Í uppbótartíma skoraði Liverpool síðan tvö mörk. Diogo Jota var þar á ferðinni í bæði skiptin og tryggði Liverpool 4-2 sigur. Liverpool mætir næst SpVgg Greauther Furth á mánudaginn. A quickfire @DiogoJota18 double to win it pic.twitter.com/3rHuCWLaNv— Liverpool FC (@LFC) July 19, 2023
Enski boltinn Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira