Einhleypan: „One of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. júlí 2023 20:01 Viktor Andersen starfar sem hjúkrunarfræðingur. Aðsend Viktor Heiðdal Andersen starfar sem hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Hann lýsir sér sem afar áberandi einstaklingi sem þorir að vera hann sjálfur. „Ég er one of a kind karakter sem allir væru heppnir að fá að kynnast,“ segir Viktor. Viktor heillast af einstaklingum sem eru með húmorinn í lagi, taka sjálfa sig ekki of alvarlega og eru hreinskilnir. Hann vill kaffið sitt svart og sykurlaust, hefur dálæti af ferðalögum, tísku og raunveruleikasjónvarpi. Þá stefnir hann á að fara í meira nám en hann er nú þegar með tvær Bachelor gráður. Viktor er með tískuna á hreinu.Aðsend Hér að neðan svarar Viktor spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 33 ára Starf? Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Ég elska vinnuna mína svo mikið, það má segja að ég sé búinn að vera í 150% starfi frá útskrift. Áhugamál? Ég elska að ferðast utanlands. Ég hef gaman af því að fylgjast með tísku og raunveruleikasjónvarpi. Svo hef ég einstakt dálæti á borðspilum, förðun, kvikmyndum og tónlist, sér í lagi 80’s tónlist. En skemmtilegast þykir mér að verja stundum með fjölskyldu og vinum. Finnst einnig gaman að fara í fjallgöngur. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sumir erlendu vinir mínir kalla mig Vicki/Tori. Annars þegar ég skelli mér í drag einstaka sinnum er ég Queen Vandersen. Talar þú um þig stundum í þriðju persónu? Einstaka sinnum segi ég: „Viktor er ekki ánægður“. Aldur í anda? Ég er svo tvískiptur að hálfa væri nóg, stundum mætti halda að ég væri þrjóskur smákrakki, en svo haga ég mér stundum eins og gamall skröggur. En ég er með algjört Peter Pan syndrome. Menntun? Ég er með tvær bachelor gráður, miðlun og almannatengsl frá Bifröst og svo BS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Ég á eftir að fara í meira nám fyrr en síðar. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Poof! Hér kem ég.“ Þetta er lína sem ég segi ansi oft og þetta meikar sense fyrir mína ævisögu því ég fæ mikla athygli hvert sem ég fer því ég er mjög áberandi. Aðsend Guilty pleasure kvikmynd? Ekki nein, ég skammast mín ekki fyrir neitt sem ég horfi á. Ég er með mjög spes bíómyndasmekk eins og svo margt annað. Ég elska lélegar 80's- 90' s slasher myndir og þar trónir Jason X á toppnum. Arfa lélegar myndir sem ég elska eru Mortal Kombat 90's myndirnar, American psycho númer TVÖ, Batman og Robin, Black Christmas ‘06, The In Crowd, I still know what you did last summer, Valentine. Þetta eru svona myndir sem eðlileg manneskja myndi skammast sín fyrir að elska, but I don’t. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var obsessed á Pamela Anderson þegar Baywatch voru í gangi. Þetta hljómar ótrúlega komandi frá mér, en ég var ástfanginn af henni. Núna á Tom Hardy hjartað mitt. Syngur þú í sturtu? Nei, ég er lítill söngfugl. En ég tek mín bestu spor í sturtunni, það er eitthvað sem fáir fá að sjá hinsvegar. Uppáhalds snjall forritið þitt? Ég nota lang mest IMDB appið. Ég er kominn með ansi langan watchlista sem ég þarf að komast yfir. Svo sinni ég einkunnargjöfum þar inni samviskusamlega eftir hvert áhorf og finnst gaman að skoða trivia um sjónvarpsefnið. Ertu á stefnumótaforritum? Já ég er á Grindr. Ég er einstaka sinnum inn á Tinder, en þá mestmegnis í útlöndum. Hef opinn huga fyrir flestu og fer bara með straumnum. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Metnaðarfullur, mislyndur, margbrotinn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndinn, einlægur, traustur. Aðsend Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Það er krúcíalt að þú hafir metnað fyrir sjálfum þér. Ekki taka þig of alvarlega og hafðu húmorinn í lagi. Og vertu hreinskilinn! En óheillandi? Grunnhyggnir einstaklingar sem eru takmarkaðir. Ég get ekki viðkvæm blóm þar sem má ekkert segja án þess að það fari að grenja. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Klárlega köttur, ég elska ekkert meira en að sofa og vera vakandi á nóttunum og þá kíkja stundum út og oftast vil ég fá að vera í friði, ég er mjög sjálfstæður einstaklingur. Ef þú mættir velja einhverjar þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Úff erfitt að velja bara þrjá, má ég fá fimm? Fullkomið matarboð myndi samanstanda af mér, Margaret Thatcher eitt sinn forsætisráðherra Bretlands, Bethenny Frankel úr Real housewives of New york og frumkvöðull, Florence Nightingale móðir hjúkrunarfræðinnar, Judge Judy Sheindlin dómari og raunveruleikastjarna og Maya Angelou þúsundþjalasmiður. Ég elska sterkar konur og allar þessar uppfylla þau skilyrði og myndi ekkert meira vilja spyrja þær úr spjörunum um lífið og fá ráð í heilt kvöld yfir góðum mat og víni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég er gjörsamlega hæfileikalaus. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Sofa á daginn, vakandi á nóttunum og horfa á sjónvarpið þannig að það lítur út fyrir að ég sé einn í heiminum. Inn á milli mjög skemmtilegt að hanga með vinum, en elska að vera í vinnunni líka. Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Ég hata að elda og vaska upp. Ég á rosalega erfitt með að vera í margmenni og allt svona áreiti fer hryllilega í mig og hef enga þolinmæði fyrir því. Mér finnst einnig einstaklega leiðinlegt að fara að versla í matinn, því að ég hata að spá í mat og hvað ég á að borða. Ertu A eða B týpa? Ég er C týpa! Morgnar eru hryllilega erfiðir fyrir mig og kem mér ekki almennilega í gang fyrr en eftir hádegi og ef ég er að vinna morgunvakt þarf ég alltaf að leggja mig eftir vinnuna. Ef ég sofna fyrir miðnætti er ég glaðvaknaður aftur kl 1 eða 2 um nóttina og næ ekki að sofna aftur. Hvernig viltu eggin þín? Medium well soðin, annars finnst mér egg ógeð á bragðið og eiga bara heima í bakstri. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust, ef ég er í stuði þá set ég matskeið af sykri í það. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Hmm, ég elska alltaf Pablo Discobar, annars á ég svo marga mismunandi vini og vinahópa að ég fer bara með straumnum, en sumir skemmtistaðir fer ég alls ekki inn á + ég þoli ekki trúbadora og sú leiðinlegasta stemning sem því fylgir. Ertu með einhvern bucketlista? Bara ferðast meira, svo margir staðir sem ég á eftir að heimsækja. Ég mun einhvern tímann flytja til útlanda, eignast draumahúsið, byrja með minn eigin rekstur. Draumastefnumótið? Eitthvert til útlanda þar sem við erum algjörlega afskekktir, bara hann og ég einhvers staðar upp í fjalli, inn í skógi eða einhvers staðar þar sem allt er á kafi í snjó. Aðsend Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Nei syng allt rétt, vinir mínir munu þó segja annað, en við trúum þeim ekki fram yfir mig. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Nýju seríuna með Tom Holland, The Crowded room (biography, crime, drama, mystery, thriller þættir). So far so good, mæli með. Hvaða bók lastu síðast? Ég kláraði bókina Vicious fyrir nokkrum dögum síðan, sjúklega skemmtileg ofurhetjusaga og þá er nú mikið sagt því yfirleitt hata ég allt svona ofurhetjudæmi. Núna er ég að lesa My heart is a chainsaw, slasher bók, og það gengur mjög hægt að lesa fyrstu ævisöguna, Empty Mansions. Hvað er ást? Ást er geðveiki, ást er góð, en getur jafnframt verið erfið. Ást er að vera saman í liði sama hvað. Ég hef bara einu sinni verið ástfanginn, það þarf rosalega mikið til svo það muni gerast aftur. Ég bý yfir mikilli sjálfsást og þarf ekki á neinum öðrum að halda, en ég reyni alltaf að hafa opinn huga og gef gaurum séns sem mér líst vel á. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Viktori þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Viktor sagði frá fordómum sem hann hefur upplifað vegna útlit síns vegna fegrunaraðgerða í Íslandi í dag í vor. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Fjöllistadísin Margrét Erla Maack nýtur þess að vera einhleyp og hafa tíma fyrir sjálfa sig. Hún er einstæð móðir og segir viku- og viku fyrirkomulagið lífsstíll sem henti henni afar vel. 29. júní 2023 20:00 Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Viktor heillast af einstaklingum sem eru með húmorinn í lagi, taka sjálfa sig ekki of alvarlega og eru hreinskilnir. Hann vill kaffið sitt svart og sykurlaust, hefur dálæti af ferðalögum, tísku og raunveruleikasjónvarpi. Þá stefnir hann á að fara í meira nám en hann er nú þegar með tvær Bachelor gráður. Viktor er með tískuna á hreinu.Aðsend Hér að neðan svarar Viktor spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? 33 ára Starf? Ég er hjúkrunarfræðingur og starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild á Landspítalanum. Ég elska vinnuna mína svo mikið, það má segja að ég sé búinn að vera í 150% starfi frá útskrift. Áhugamál? Ég elska að ferðast utanlands. Ég hef gaman af því að fylgjast með tísku og raunveruleikasjónvarpi. Svo hef ég einstakt dálæti á borðspilum, förðun, kvikmyndum og tónlist, sér í lagi 80’s tónlist. En skemmtilegast þykir mér að verja stundum með fjölskyldu og vinum. Finnst einnig gaman að fara í fjallgöngur. Gælunafn eða hliðarsjálf? Sumir erlendu vinir mínir kalla mig Vicki/Tori. Annars þegar ég skelli mér í drag einstaka sinnum er ég Queen Vandersen. Talar þú um þig stundum í þriðju persónu? Einstaka sinnum segi ég: „Viktor er ekki ánægður“. Aldur í anda? Ég er svo tvískiptur að hálfa væri nóg, stundum mætti halda að ég væri þrjóskur smákrakki, en svo haga ég mér stundum eins og gamall skröggur. En ég er með algjört Peter Pan syndrome. Menntun? Ég er með tvær bachelor gráður, miðlun og almannatengsl frá Bifröst og svo BS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Ég á eftir að fara í meira nám fyrr en síðar. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Poof! Hér kem ég.“ Þetta er lína sem ég segi ansi oft og þetta meikar sense fyrir mína ævisögu því ég fæ mikla athygli hvert sem ég fer því ég er mjög áberandi. Aðsend Guilty pleasure kvikmynd? Ekki nein, ég skammast mín ekki fyrir neitt sem ég horfi á. Ég er með mjög spes bíómyndasmekk eins og svo margt annað. Ég elska lélegar 80's- 90' s slasher myndir og þar trónir Jason X á toppnum. Arfa lélegar myndir sem ég elska eru Mortal Kombat 90's myndirnar, American psycho númer TVÖ, Batman og Robin, Black Christmas ‘06, The In Crowd, I still know what you did last summer, Valentine. Þetta eru svona myndir sem eðlileg manneskja myndi skammast sín fyrir að elska, but I don’t. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var obsessed á Pamela Anderson þegar Baywatch voru í gangi. Þetta hljómar ótrúlega komandi frá mér, en ég var ástfanginn af henni. Núna á Tom Hardy hjartað mitt. Syngur þú í sturtu? Nei, ég er lítill söngfugl. En ég tek mín bestu spor í sturtunni, það er eitthvað sem fáir fá að sjá hinsvegar. Uppáhalds snjall forritið þitt? Ég nota lang mest IMDB appið. Ég er kominn með ansi langan watchlista sem ég þarf að komast yfir. Svo sinni ég einkunnargjöfum þar inni samviskusamlega eftir hvert áhorf og finnst gaman að skoða trivia um sjónvarpsefnið. Ertu á stefnumótaforritum? Já ég er á Grindr. Ég er einstaka sinnum inn á Tinder, en þá mestmegnis í útlöndum. Hef opinn huga fyrir flestu og fer bara með straumnum. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Metnaðarfullur, mislyndur, margbrotinn. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndinn, einlægur, traustur. Aðsend Hvaða persónueiginleikar finnst þér heillandi? Það er krúcíalt að þú hafir metnað fyrir sjálfum þér. Ekki taka þig of alvarlega og hafðu húmorinn í lagi. Og vertu hreinskilinn! En óheillandi? Grunnhyggnir einstaklingar sem eru takmarkaðir. Ég get ekki viðkvæm blóm þar sem má ekkert segja án þess að það fari að grenja. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Klárlega köttur, ég elska ekkert meira en að sofa og vera vakandi á nóttunum og þá kíkja stundum út og oftast vil ég fá að vera í friði, ég er mjög sjálfstæður einstaklingur. Ef þú mættir velja einhverjar þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Úff erfitt að velja bara þrjá, má ég fá fimm? Fullkomið matarboð myndi samanstanda af mér, Margaret Thatcher eitt sinn forsætisráðherra Bretlands, Bethenny Frankel úr Real housewives of New york og frumkvöðull, Florence Nightingale móðir hjúkrunarfræðinnar, Judge Judy Sheindlin dómari og raunveruleikastjarna og Maya Angelou þúsundþjalasmiður. Ég elska sterkar konur og allar þessar uppfylla þau skilyrði og myndi ekkert meira vilja spyrja þær úr spjörunum um lífið og fá ráð í heilt kvöld yfir góðum mat og víni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég er gjörsamlega hæfileikalaus. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera? Sofa á daginn, vakandi á nóttunum og horfa á sjónvarpið þannig að það lítur út fyrir að ég sé einn í heiminum. Inn á milli mjög skemmtilegt að hanga með vinum, en elska að vera í vinnunni líka. Hvað finnst þér leiðinlegt að gera? Ég hata að elda og vaska upp. Ég á rosalega erfitt með að vera í margmenni og allt svona áreiti fer hryllilega í mig og hef enga þolinmæði fyrir því. Mér finnst einnig einstaklega leiðinlegt að fara að versla í matinn, því að ég hata að spá í mat og hvað ég á að borða. Ertu A eða B týpa? Ég er C týpa! Morgnar eru hryllilega erfiðir fyrir mig og kem mér ekki almennilega í gang fyrr en eftir hádegi og ef ég er að vinna morgunvakt þarf ég alltaf að leggja mig eftir vinnuna. Ef ég sofna fyrir miðnætti er ég glaðvaknaður aftur kl 1 eða 2 um nóttina og næ ekki að sofna aftur. Hvernig viltu eggin þín? Medium well soðin, annars finnst mér egg ógeð á bragðið og eiga bara heima í bakstri. Hvernig viltu kaffið þitt? Svart og sykurlaust, ef ég er í stuði þá set ég matskeið af sykri í það. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Hmm, ég elska alltaf Pablo Discobar, annars á ég svo marga mismunandi vini og vinahópa að ég fer bara með straumnum, en sumir skemmtistaðir fer ég alls ekki inn á + ég þoli ekki trúbadora og sú leiðinlegasta stemning sem því fylgir. Ertu með einhvern bucketlista? Bara ferðast meira, svo margir staðir sem ég á eftir að heimsækja. Ég mun einhvern tímann flytja til útlanda, eignast draumahúsið, byrja með minn eigin rekstur. Draumastefnumótið? Eitthvert til útlanda þar sem við erum algjörlega afskekktir, bara hann og ég einhvers staðar upp í fjalli, inn í skógi eða einhvers staðar þar sem allt er á kafi í snjó. Aðsend Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Nei syng allt rétt, vinir mínir munu þó segja annað, en við trúum þeim ekki fram yfir mig. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Nýju seríuna með Tom Holland, The Crowded room (biography, crime, drama, mystery, thriller þættir). So far so good, mæli með. Hvaða bók lastu síðast? Ég kláraði bókina Vicious fyrir nokkrum dögum síðan, sjúklega skemmtileg ofurhetjusaga og þá er nú mikið sagt því yfirleitt hata ég allt svona ofurhetjudæmi. Núna er ég að lesa My heart is a chainsaw, slasher bók, og það gengur mjög hægt að lesa fyrstu ævisöguna, Empty Mansions. Hvað er ást? Ást er geðveiki, ást er góð, en getur jafnframt verið erfið. Ást er að vera saman í liði sama hvað. Ég hef bara einu sinni verið ástfanginn, það þarf rosalega mikið til svo það muni gerast aftur. Ég bý yfir mikilli sjálfsást og þarf ekki á neinum öðrum að halda, en ég reyni alltaf að hafa opinn huga og gef gaurum séns sem mér líst vel á. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Viktori þá er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Viktor sagði frá fordómum sem hann hefur upplifað vegna útlit síns vegna fegrunaraðgerða í Íslandi í dag í vor.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Fjöllistadísin Margrét Erla Maack nýtur þess að vera einhleyp og hafa tíma fyrir sjálfa sig. Hún er einstæð móðir og segir viku- og viku fyrirkomulagið lífsstíll sem henti henni afar vel. 29. júní 2023 20:00 Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00 Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01 Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: Fólk sem er bara með selfís lítur út fyrir að eiga enga vini Fjöllistadísin Margrét Erla Maack nýtur þess að vera einhleyp og hafa tíma fyrir sjálfa sig. Hún er einstæð móðir og segir viku- og viku fyrirkomulagið lífsstíll sem henti henni afar vel. 29. júní 2023 20:00
Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ „Fyrir mér er ég heiðarlegur, segi það sem mér finnst, er réttsýnn og góður drengur,“segir hlaðvarpsstjórnandinn og framkvæmdastjórinn Hugi Halldórsson um sjálfan sig. 8. júní 2023 20:00
Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug „Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 3. júní 2023 20:01
Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08