Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 20:15 KA menn fagna opnunarmarkinu og Bjarna Aðalsteinssyni markaskorara Vísir/Hulda Margrét KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. Leikurinn fór rólega af stað og það var lítið um færi fyrst um sinn. Þetta var mikill háloftabolti á upphafsmínútum leiksins en þegar líða fór á hálfleikinn tókst KA að koma honum niður á jörðina og spiluðu betur. Leikmenn Dundalk reyndu ýmislegt til að stöðva KA menn í kvöldVísir/Hulda Margrét Gestirnir í Dundalk pressuðu hátt upp völlinn og settu varnarmenn KA oft í vandræði með að spila sig út úr vörninni. Á 28. mínútu leit út fyrir að Hrannar Björn væri við það að tapa boltanum í öftustu línu en honum tókst að bjarga sér með sendingu á Bjarna Aðalsteinsson. Bjarni snýr við á miðjunni í góðu plássi, keyrir upp völlinn, leggur boltann á Hallgrím en fær hann strax aftur og klárar færið af öryggi. Dundalk-menn voru ósáttir að hafa lent undir og pressuðu KA-menn af gríðarlegri ákefð næstu mínúturnar. Þeir höfðu reynt nokkrar fyrirgjafir í röð áður en Archie Davies tókst loks að finna samherja sinn Daniel Kelly. Hann skaut fyrst í varnarmann en hirti eigið frákast og kom boltanum í netið. En leikurinn var ekki lengi jafn, KA-menn fundu Daníel Hafsteinsson inni á miðjunni aðeins fimm mínútum síðar, hann stakk boltanum í gegn á Svein Margeir sem rúllaði honum framhjá markverðinum og yfir línuna. Sveinn Margeir fagnar öðru af tveimur mörkum sínumVísir/Hulda Margrét Sveinn Margeir var svo aftur á ferðinni rétt áður en flautað var til hálfleiks, Hrannar Björn vann boltann á eigin vallarhelmingi og sendi hann upp í horn á Ásgeir Sigurgeirsson. Hann gaf boltann fyrir á Svein Margeir sem kom á harðaspretti og þrumaði honum í netið. Seinni hálfleikur var töluvert tíðindaminni en sá fyrri, Dundalk tók algjörlega stjórnina og gáfu KA-mönnum ekkert andrými. Liðið færði sig mjög ofarlega á völlinn og sendi marga menn inn í teig, en fyrirgjafir þeirra voru ekki nógu hnitmiðaðar. Kristijan Jajalo þurfti að taka á honum stóra sínum nokkrum sinnum í kvöldVísir/Hulda Margrét Varnarmenn KA þurftu að hafa sig alla til við að halda forystunni en gerðu það af stakri prýði og unnu þennan leik sanngjarnt með tveimur mörkum. Stuðningsmenn KA fjölmenntu á völlinn þrátt fyrir að leikið væri langt frá AkureyriVísir/Hulda Margrét Afhverju vann KA? KA menn voru ekkert endilega betra liðið í þessum leik en þeir nýttu þau færi sem þeir fengu mjög vel og vörðust sömuleiðis vel gegn sóknarleik gestanna. Hverjir stóðu upp úr? Miðjumennirnir hjá KA voru frábærir í þessum leik, Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson. Skoruðu mörkin og voru lykilmenn í öllu uppspili hjá KA. Hvað gekk illa? KA mönnum gekk illa að spila sig upp úr öftustu línu, áttu margar misheppnaðar sendingar og töpuðu boltanum oft á vondum stöðum. En sem betur fer fyrir þá gekk gestunum í Dundalk mjög illa að nýta sér þessi tækifæri sem KA gaf þeim. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á Írlandi eftir viku. Sigurvegari þessarar viðureignar mætir svo annað hvort Club Brugge frá Belgíu eða AGF frá Danmörku. Staðan þar er 3-0 fyrir Club Brugge eftir fyrri leikinn. Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. Leikurinn fór rólega af stað og það var lítið um færi fyrst um sinn. Þetta var mikill háloftabolti á upphafsmínútum leiksins en þegar líða fór á hálfleikinn tókst KA að koma honum niður á jörðina og spiluðu betur. Leikmenn Dundalk reyndu ýmislegt til að stöðva KA menn í kvöldVísir/Hulda Margrét Gestirnir í Dundalk pressuðu hátt upp völlinn og settu varnarmenn KA oft í vandræði með að spila sig út úr vörninni. Á 28. mínútu leit út fyrir að Hrannar Björn væri við það að tapa boltanum í öftustu línu en honum tókst að bjarga sér með sendingu á Bjarna Aðalsteinsson. Bjarni snýr við á miðjunni í góðu plássi, keyrir upp völlinn, leggur boltann á Hallgrím en fær hann strax aftur og klárar færið af öryggi. Dundalk-menn voru ósáttir að hafa lent undir og pressuðu KA-menn af gríðarlegri ákefð næstu mínúturnar. Þeir höfðu reynt nokkrar fyrirgjafir í röð áður en Archie Davies tókst loks að finna samherja sinn Daniel Kelly. Hann skaut fyrst í varnarmann en hirti eigið frákast og kom boltanum í netið. En leikurinn var ekki lengi jafn, KA-menn fundu Daníel Hafsteinsson inni á miðjunni aðeins fimm mínútum síðar, hann stakk boltanum í gegn á Svein Margeir sem rúllaði honum framhjá markverðinum og yfir línuna. Sveinn Margeir fagnar öðru af tveimur mörkum sínumVísir/Hulda Margrét Sveinn Margeir var svo aftur á ferðinni rétt áður en flautað var til hálfleiks, Hrannar Björn vann boltann á eigin vallarhelmingi og sendi hann upp í horn á Ásgeir Sigurgeirsson. Hann gaf boltann fyrir á Svein Margeir sem kom á harðaspretti og þrumaði honum í netið. Seinni hálfleikur var töluvert tíðindaminni en sá fyrri, Dundalk tók algjörlega stjórnina og gáfu KA-mönnum ekkert andrými. Liðið færði sig mjög ofarlega á völlinn og sendi marga menn inn í teig, en fyrirgjafir þeirra voru ekki nógu hnitmiðaðar. Kristijan Jajalo þurfti að taka á honum stóra sínum nokkrum sinnum í kvöldVísir/Hulda Margrét Varnarmenn KA þurftu að hafa sig alla til við að halda forystunni en gerðu það af stakri prýði og unnu þennan leik sanngjarnt með tveimur mörkum. Stuðningsmenn KA fjölmenntu á völlinn þrátt fyrir að leikið væri langt frá AkureyriVísir/Hulda Margrét Afhverju vann KA? KA menn voru ekkert endilega betra liðið í þessum leik en þeir nýttu þau færi sem þeir fengu mjög vel og vörðust sömuleiðis vel gegn sóknarleik gestanna. Hverjir stóðu upp úr? Miðjumennirnir hjá KA voru frábærir í þessum leik, Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson. Skoruðu mörkin og voru lykilmenn í öllu uppspili hjá KA. Hvað gekk illa? KA mönnum gekk illa að spila sig upp úr öftustu línu, áttu margar misheppnaðar sendingar og töpuðu boltanum oft á vondum stöðum. En sem betur fer fyrir þá gekk gestunum í Dundalk mjög illa að nýta sér þessi tækifæri sem KA gaf þeim. Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á Írlandi eftir viku. Sigurvegari þessarar viðureignar mætir svo annað hvort Club Brugge frá Belgíu eða AGF frá Danmörku. Staðan þar er 3-0 fyrir Club Brugge eftir fyrri leikinn.
Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti