30 laxa dagur í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2023 13:49 Það er alls ekki rólegt á öllum vígstöðvum í laxveiðinni en þeir sem hafa verið við bakkann á Jöklu síðustu daga eru heldur betur kátir. Veiðin í Jöklu var komin í 325 laxa þegar vikutölurnar voru teknar saman en það er góður stígandi í veiðinni þar. Við greindum frá því að 24. júlí hafi verið góður dagur í Jöklu þegar 27 löxum var landað á einum degi og þykir það bara mjög gott á átta stangir. Það var greinilega ekki nóg fyrir veiðiþyrsta laxveiðimenn því þetta verð bara betra þegar 30 löxum var landað 26. júlí. Það er mjög góður gangur í veiðinni í Jöklu og nú vonast veiðimenn til að áin, sem á stutt í yfirfall, dragi það á langinn eins og kostur er til að taka vel á móti næstu hópum. Hrein, tær og full af laxi í tökustuði. Stangveiði Mest lesið Affallið alltaf gott á haustin Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Syðri Brú og sagan af Landaklöpp Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Tófan leitar í byggð Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði
Veiðin í Jöklu var komin í 325 laxa þegar vikutölurnar voru teknar saman en það er góður stígandi í veiðinni þar. Við greindum frá því að 24. júlí hafi verið góður dagur í Jöklu þegar 27 löxum var landað á einum degi og þykir það bara mjög gott á átta stangir. Það var greinilega ekki nóg fyrir veiðiþyrsta laxveiðimenn því þetta verð bara betra þegar 30 löxum var landað 26. júlí. Það er mjög góður gangur í veiðinni í Jöklu og nú vonast veiðimenn til að áin, sem á stutt í yfirfall, dragi það á langinn eins og kostur er til að taka vel á móti næstu hópum. Hrein, tær og full af laxi í tökustuði.
Stangveiði Mest lesið Affallið alltaf gott á haustin Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Syðri Brú og sagan af Landaklöpp Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Tófan leitar í byggð Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði