Harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 15:31 Leikmenn Liverpool hópast hér að Simon Hooper dómara en þeir þurfa að passa sig betur á komandi tímabili. Getty/Clive Brunskill Leikmenn og knattspyrnustjórar ensku úrvalsdeildarinnar verða að passa sig á komandi tímabili og það er líklegt að við sjáum fleiri spjöld, leikbönn og sektir fyrir óhófleg mótmæli við dómara. Síðustu ár höfum við oft séð leikmenn liða hópast í kringum dómara leiksins og sumir hafa komist upp með skammarlega hegðun. Þetta hefur gert starf dómarans enn erfiðara og kallar líka á frekari baul og áreiti frá stuðningmönnum liðanna. Nú á að hjálpa dómurum betur í að búa sér til gott starfsumhverfi á leikjunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til leiks nýjar og harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar og þjálfarar þurfa líka að passa sig betur á sínu svæði á hliðarlínunni. Leikmenn mega þannig ekki standa andspænis dómaranum eða fara inn í persónurými hans, hvað þá að snerta einn af dómurum leiksins. Ef tveir eða fleiri leikmenn umkringja dómarann til að mótmæla þá mun það þýða gult spjald og skýrslu inn á borð enska sambandsins. Þessu fylgja líka harðari reglur varðandi hegðun stuðningsmanna á pöllunum og þá þá sérstaklega hvað varðar söngva um sorglega atburði tengdum andstæðingum þeirra. Interesting points in guidelines to improve behaviour in Premier League and EFL.- at least one player will be booked if a ref is surrounded- technical area rules properly enforced- academy players to take referee course to improve understanding of how games are officiated pic.twitter.com/3hyycXgCSG— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 31, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Síðustu ár höfum við oft séð leikmenn liða hópast í kringum dómara leiksins og sumir hafa komist upp með skammarlega hegðun. Þetta hefur gert starf dómarans enn erfiðara og kallar líka á frekari baul og áreiti frá stuðningmönnum liðanna. Nú á að hjálpa dómurum betur í að búa sér til gott starfsumhverfi á leikjunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til leiks nýjar og harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar og þjálfarar þurfa líka að passa sig betur á sínu svæði á hliðarlínunni. Leikmenn mega þannig ekki standa andspænis dómaranum eða fara inn í persónurými hans, hvað þá að snerta einn af dómurum leiksins. Ef tveir eða fleiri leikmenn umkringja dómarann til að mótmæla þá mun það þýða gult spjald og skýrslu inn á borð enska sambandsins. Þessu fylgja líka harðari reglur varðandi hegðun stuðningsmanna á pöllunum og þá þá sérstaklega hvað varðar söngva um sorglega atburði tengdum andstæðingum þeirra. Interesting points in guidelines to improve behaviour in Premier League and EFL.- at least one player will be booked if a ref is surrounded- technical area rules properly enforced- academy players to take referee course to improve understanding of how games are officiated pic.twitter.com/3hyycXgCSG— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 31, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira