Harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 15:31 Leikmenn Liverpool hópast hér að Simon Hooper dómara en þeir þurfa að passa sig betur á komandi tímabili. Getty/Clive Brunskill Leikmenn og knattspyrnustjórar ensku úrvalsdeildarinnar verða að passa sig á komandi tímabili og það er líklegt að við sjáum fleiri spjöld, leikbönn og sektir fyrir óhófleg mótmæli við dómara. Síðustu ár höfum við oft séð leikmenn liða hópast í kringum dómara leiksins og sumir hafa komist upp með skammarlega hegðun. Þetta hefur gert starf dómarans enn erfiðara og kallar líka á frekari baul og áreiti frá stuðningmönnum liðanna. Nú á að hjálpa dómurum betur í að búa sér til gott starfsumhverfi á leikjunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til leiks nýjar og harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar og þjálfarar þurfa líka að passa sig betur á sínu svæði á hliðarlínunni. Leikmenn mega þannig ekki standa andspænis dómaranum eða fara inn í persónurými hans, hvað þá að snerta einn af dómurum leiksins. Ef tveir eða fleiri leikmenn umkringja dómarann til að mótmæla þá mun það þýða gult spjald og skýrslu inn á borð enska sambandsins. Þessu fylgja líka harðari reglur varðandi hegðun stuðningsmanna á pöllunum og þá þá sérstaklega hvað varðar söngva um sorglega atburði tengdum andstæðingum þeirra. Interesting points in guidelines to improve behaviour in Premier League and EFL.- at least one player will be booked if a ref is surrounded- technical area rules properly enforced- academy players to take referee course to improve understanding of how games are officiated pic.twitter.com/3hyycXgCSG— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 31, 2023 Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira
Síðustu ár höfum við oft séð leikmenn liða hópast í kringum dómara leiksins og sumir hafa komist upp með skammarlega hegðun. Þetta hefur gert starf dómarans enn erfiðara og kallar líka á frekari baul og áreiti frá stuðningmönnum liðanna. Nú á að hjálpa dómurum betur í að búa sér til gott starfsumhverfi á leikjunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Enska úrvalsdeildin hefur kynnt til leiks nýjar og harðari refsingar fyrir slæma hegðun í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar og þjálfarar þurfa líka að passa sig betur á sínu svæði á hliðarlínunni. Leikmenn mega þannig ekki standa andspænis dómaranum eða fara inn í persónurými hans, hvað þá að snerta einn af dómurum leiksins. Ef tveir eða fleiri leikmenn umkringja dómarann til að mótmæla þá mun það þýða gult spjald og skýrslu inn á borð enska sambandsins. Þessu fylgja líka harðari reglur varðandi hegðun stuðningsmanna á pöllunum og þá þá sérstaklega hvað varðar söngva um sorglega atburði tengdum andstæðingum þeirra. Interesting points in guidelines to improve behaviour in Premier League and EFL.- at least one player will be booked if a ref is surrounded- technical area rules properly enforced- academy players to take referee course to improve understanding of how games are officiated pic.twitter.com/3hyycXgCSG— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 31, 2023
Enski boltinn Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland Sjá meira