Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 22:01 Rick er með yfir milljón fylgjendur á facebook. Facebook Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. „Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni. Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni.
Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira