Furða sig á lengri uppbótartíma á Englandi Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 11:01 Átta mínútum var bætt við leik Man City og Arsenal og skoraði Arsenal jöfnunarmark á 90+11. vísir/Getty Knattspyrnustjórum á Englandi var tíðrætt um nýjar reglur varðandi uppbótartíma þegar fyrsta stóra helgina í enska fótboltanum fór fram um helgina og sitt sýnist hverjum. Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira