Leikmenn ósáttir við nýju regluna um uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 22:00 Raphael Varane. vísir/Getty Kevin De Bruyne og Raphael Varane, lykilmenn í Manchester liðunum í ensku úrvalsdeildinni eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áherslubreytingu á uppbótartíma sem notast verður við á Englandi. Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01
Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02