Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 08:11 Semaglutide kann að gagnast fleirum en þeim sem glíma við sykursýki eða ofþyngd. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian. Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Um er að ræða lyf á borð við Ozempic og Wegovy, sem njóta gríðarlegra vinsælda um þessar mundir, þar sem sýnt hefur verið fram á að notkun þeirra getur aðstoðað fólk við að missa meira en tíu prósent líkamsþyngdar sinnar. Sérfræðingar segja áhrif lyfjanna á ýmsa sjúkdóma ekki síst mega rekja til þess að ofþyngd er þekktur áhættuþáttur og getur meðal annars aukið líkurnar á krabbameini, hjartasjúkdómum og vitglöpum. Novo Nordisk, fyrirtækið sem framleiðir Ozempic og Wegovy og hefur verði leiðandi í þróun umræddra lyfja, greindi frá því fyrr í þessum mánuði að Wegovy gæti minnkað líkurnar á slögum og hjartaáföllum um 20 prósent hjá þeim sem væru í yfir- eða ofþyngd. Vísindamennirnir segja hins vegar ekki ljóst hvort um sé að ræða hreinan ávinning af þyngdartapi eða hvort lyfið sé að hafa bein áhrif á hjartað og æðakerfið. Vonir standa einnig til að semaglutide gæti hjálpað eldra fólki að viðhalda líkamlegri virkni, þar sem ofþyngd og insúlínviðnám leiða gjarnan til vöðvarýrnunar meðal aldraðra. Þá stendur einnig til að rannsaka hvort lyfin, sem herma eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 og draga úr matarlöngun, eru einnig nothæf til að draga úr löngun í ávanabindandi efni. Rannsóknir benda til þess að lyfin hafi ekki bara áhrif á matarlyst fólks heldur einnig löngun þess í áfengi og þá virðist tíðni vitglapa vera lægri hjá umræddum hóp. Vísindamenn segja þó frekari rannsókna þörf og að margt sé á huldu um virkni lyfjanna, ávinning og áhættu. Umfjöllun Guardian.
Lyf Vísindi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira