Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 08:21 Xi er staddur í Suður-Afríku en mætti ekki til að flytja opnunarræðu sína. AP Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao. Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Kína Suður-Afríka Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar.
Kína Suður-Afríka Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira