Formúla 1

Býr sig undir að geta skákað Ver­stappen þegar tíma­punkturinn kemur

Aron Guðmundsson skrifar
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes 
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes  Vísir/Getty

Lewis Hamilton, öku­maður Mercedes og sjö­faldur heims­meistari öku­manna í For­múlu 1 segist vera að undir­búa sig á þá leið að þegar hann er með rétta bílinn í höndunum, muni hann geta skákað ríkjandi heims­meistaranum Max Ver­stappen, öku­manni Red Bull Ra­cing.

Það fær Max Ver­stappen fátt stöðvað á yfir­standandi tíma­bili. Hollendingurinn er bók­staf­lega fljúgandi með 125 stiga for­skot á toppi stiga­keppni öku­manna nú þegar að seinni helmingur tíma­bilsins hefst í Hollandi um helgina.

Ekkert lið hefur getað skákað Red Bull Ra­cing hingað til á tíma­bilinu en Mercedes virðist geta komist næst því, liðið situr í 2.sæti í stiga­keppni bíla­smiða.

„Mark­miðið er að reyna finna út úr því hvernig ég get átt mínar tíu bestu keppnir á seinni hluta tíma­bils,“ segir Hamilton, annar öku­manna Mercedes. „Frammi­stöðu­lega séð vitum við að við erum ekki með bílinn til þess að rústa þessum keppnum.

Við munum hins vegar reyna að há­marka stiga­söfnun okkar á öllum þessum keppnis­helgum, halda í 2.sæti í stiga­keppni bíla­smiða og minnka bilið upp í Sergio Perez.“

Perez, liðs­fé­lagi Ver­stappen hjá Red Bull Ra­cing er sem stendur í 2.sæti í stiga­keppni öku­manna.

Svo virtist Hamilton, sem er að renna út á samningi Mercedes, vilja líta lengra fram á við.

„Ég er að reyna undir­búa mig í þá átt að þegar að bíllinn er klár muni ég geta barist um sigur og haft betur í keppninni við Max Ver­stappen.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×