Erlent

Að minnsta kosti 64 látnir eftir elds­voða í Jóhannesar­borg

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Viðbragðsaðilar á vettvangi eldsvoðans.
Viðbragðsaðilar á vettvangi eldsvoðans. AP

Að minnsta kosti 64 eru látnir og 43 særðir eftir að eldur braust út í marghæða byggingu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Yfirvöld segja líklegt að fleiri séu látnir.

Ungabarn lést í eldsvoðanum.

Búið er að slökkva eldinn en reyk leggur enn frá húsinu.

Fregnir herma að húsnæðið hafi hýst fjölskyldur í óformlegum íbúðum, sem hafi verið stúkaðar af með alls konar efni sem var eldinum auðveld bráð. Leit stendur yfir en mikið af braki sem þarf að fjarlægja.

Samkvæmt staðarmiðlinum Times Live er þetta fjórða gamla byggingin sem brennur í borginni á síðustu mánuðum. Fyrr í ágúst kviknaði eldur á efstu hæð húss í úthverfinu Yeoville, í júní létust tvö börn eldsvoða í Hilbrow og í júlí kviknaði eldsvoði í kjölfar neðanjarðar gassprengingar.

Fjöldi látinna hefur verið uppfærður frá því að fréttin birtist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×