Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. september 2023 19:49 Mikið tjón hefur orðið í borginni Volos vegna flóðanna. EPA Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun. Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun.
Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40