Sanna Marin hverfur af þingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2023 15:37 Sanna Marin á ráðstefnu í London í sumar. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér þingmennsku. Sanna, sem hefur setið á þingi fyrir Jafnaðarmannaflokkinn, hefur ráðið sig í starf hjá Stofnun Tony Blair. Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni. Finnland Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Sanna sagði í viðtölum við finnska fjölmiðla í dag að hún hefði verið kjörin á þing vegna ákveðinna gilda sinna. Hún segist enn frekar geta þjónað kjósendum sínum í nýju hlutverki. „Ég er auðmjúk og þakklát öllum þeim sem hafa kosið mig,“ sagði Sanna í dag. Hún taldi að fólk skildi ákvörðun sína að halda á önnur mið. Þrátt fyrir góða kosningu Sönnu náði Jafnaðarmannaflokkurinn aðeins 43 þingmönnum í kosningunum í vor. Sambandsflokkurinn var kosningasigur og leiðir Petteri Orpo, formaður flokksins, nýja ríkisstjórn. Sanna sagðist strax eftir kosningarnar ekki vilja verða ráðherra, óháð stjórnarmyndunarviðræðum, heldur sitja sem óbreyttur þingmaður. Þá hafa orðið fleiri breytingar í lífi þingmannsins fyrrverandi sem skildi við eiginmann sinn eftir nítján ára samband. Þá lét hún af embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins um mánaðamótin. Antti Lindtmann, sem gegndi embætti þingflokksformanns Jafnaðarmanna á síðasta kjörtímabili er nýr formaður. Sanna bauð ekki fram krafta sína til endurkjörs. Stofnun Tony Blair, kennd við breska forsætisráðherrann fyrrverandi og stjórnarformann stofnunarinnar, var komið á koppinn árið 2017 en markmið hennar er sagt vera að þróa pólitískar hugmyndir öllum þjóðum heims til hagsbóta. Stofnunin er staðsett í London og er óhagnaðardrifin. „Markmið okkar er að hjálpa pólitískum leiðtogum um heim allan að breyta heiminum fyrir fólkið sitt. Sanna Marin veit nákvæmlega hvernig á að gera það,“ segir Tony Blair í yfirlýsingu. Sanna hyggur ekki á flutning til London. Þó muni mikil ferðalög fylgja nýja starfinu og því hafi ekki verið unnt að sameina þau verkefni þingmennskunni.
Finnland Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira