Í tilkynningu frá HHÍ segir að fleiri miðaeigendur hafi dottið í lukkupottinn. Sex hafi fengið eina milljón hver og sjö hafi fengið hálfa milljón. Í heildina segir HHÍ að vinningshafar í september skipti með sér tæpum 134 milljónum króna.
Potturinn í Milljónaveltunni gekk þó ekki út en hann verður því áttfaldur, eða áttatíu milljónir króna þegar dregið verður í október.