Ten5ion hóf tímabilið á óvæntum sigri gegn meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. september 2023 22:15 TEN5ION gerði sér lítið fyrir og lagði meistarana. TEN5ION og ríkjandi meistarar í Atlantic áttust við er nýtt tímabil í Ljósleiðaradeildinni hófst með tveimur leikjum í kvöld. TEN5ION gerði sér lítið fyrir og lagði meistarana í frábærum leik. Fyrsta viðureign Ljósleiðaradeildarinnar fór fram kl. 19:30. Þar mættu ríkjandi Stórmeistarar í Atlantic liði TEN5ION, en þeir náðu að halda sér áfram í deildinni eftir harðan botnslag á síðasta tímabili. Leikurinn fór fram á Anubis. Atlantic hafði yfirhöndina í byrjun leiks. SVEITTUR, leikmaður Atlantic, var þar fremstur í för og hafði fellt leikmenn TEN5ION 13 sinnum eftir aðeins átta lotur. Leikmenn TEN5ION voru á afturfætinum eftir sex lotur og voru að tapa 1-5, en eftir ótrúleg tilþrif í sparilotu tókst leikmönnum TEN5ION að snúa stöðunni sér í hag og fóru með yfirhöndina í hálfleik. Staðan í hálfleik: 8-7 Atlantic virtist vera að missa leikinn frá sér þegar TEN5ION var komið í 10-8 í seinni hálfleik, en SVEITTUR kom liði sínu enn og aftur til bjargar þegar hann felldi tvo leikmenn TEN5ION einsamall áður en hann aftengdi sprengjuna. Atlantic náði að krafsa nokkrar lotur í seinni hálfleik en brekkan virtist hins vegar vera orðin of brött fyrir leikmenn Atlantic. TEN5ION spilaði sóknina vel með því að vera fljótir inn á sprengjusvæðin og vernduðu þau vel. TEN5ION tók þar með óvæntan sigur í fyrsta leik og fer á topp deildarinnar eftir frábæran leik þar sem Blick hafði felt flesta liðsmenn Atlantic, en liðsfélagar hans voru þó ekki langt á eftir. Atlantic þarf þó að sætta sig við tap í sínum fyrsta leik á tímabilinu. Lokatölur leiks: 16-13 Ármann náði ekki að fullkomna endurkomuna Þór og Ármann mættust í öðrum leik fyrstu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar kl. 20:30. Leikurinn fór fram á Anubis og Þórsarar völdu að hefja leikinn í vörn. Ármann tók fyrstu lotu leiksins þegar Ofvirkur náði að fella þrjá leikmenn Þórs. Þórsarar tóku þá leikinn algjörlega í eigin hendur og unnu tíu lotur í röð og átti Peter stórleik fyrir Þórsara þegar hann felldi þrjá leikmenn Ármanns í röð á A-svæðinu. Ármann náði þó að sigra nokkrar lotur til viðbótar fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 11-4 Þórsarar virtust aðeins missa dampinn í sókninni, en seinni hálfleikur fór nokkuð jafnt af stað þar sem liðin deildu lotunum með sér og staðan 13-6. Ármann nálgaðist Þórsara hægt og rólega og tók fimm lotur í röð til að koma leiknum í 13-9. Þórsarar fóru þá að rífa upp sóknina og komu leiknum á úrslitalotu. Þórsarar virtust ætla að sigla burt með sigurinn í stöðunni 15-9 en þó tókst Ármanni að komast aftur inn í leikinn og sigraði fjóra leiki í röð til að minnka muninn í stöðuna 15-13. Í 29. lotu leiksins keyptu bæði lið riffla, en Þórsarar þurftu nauðsynlega að að taka næstu lotu til að reyna að stöðva Ármann frá því að knýja fram framlengingu. Þórsarar sýndu þó hæfni sína þegar þeir tóku B-svæðið ásamt því að fella þrjá leikmenn Ármanns. Litlu mátti muna að Ármann næði að snúa lotunni við og koma leiknum í framlengingu, en Þórsarar héldu höfði og sigruðu æsispennandi lokalotu. Lokatölur leiks: 16-14 Næstu leikir: 14. september 19:30 DUSTY – Breiðablik 20:30 ÍBV – ÍA Ljósleiðaradeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti
Fyrsta viðureign Ljósleiðaradeildarinnar fór fram kl. 19:30. Þar mættu ríkjandi Stórmeistarar í Atlantic liði TEN5ION, en þeir náðu að halda sér áfram í deildinni eftir harðan botnslag á síðasta tímabili. Leikurinn fór fram á Anubis. Atlantic hafði yfirhöndina í byrjun leiks. SVEITTUR, leikmaður Atlantic, var þar fremstur í för og hafði fellt leikmenn TEN5ION 13 sinnum eftir aðeins átta lotur. Leikmenn TEN5ION voru á afturfætinum eftir sex lotur og voru að tapa 1-5, en eftir ótrúleg tilþrif í sparilotu tókst leikmönnum TEN5ION að snúa stöðunni sér í hag og fóru með yfirhöndina í hálfleik. Staðan í hálfleik: 8-7 Atlantic virtist vera að missa leikinn frá sér þegar TEN5ION var komið í 10-8 í seinni hálfleik, en SVEITTUR kom liði sínu enn og aftur til bjargar þegar hann felldi tvo leikmenn TEN5ION einsamall áður en hann aftengdi sprengjuna. Atlantic náði að krafsa nokkrar lotur í seinni hálfleik en brekkan virtist hins vegar vera orðin of brött fyrir leikmenn Atlantic. TEN5ION spilaði sóknina vel með því að vera fljótir inn á sprengjusvæðin og vernduðu þau vel. TEN5ION tók þar með óvæntan sigur í fyrsta leik og fer á topp deildarinnar eftir frábæran leik þar sem Blick hafði felt flesta liðsmenn Atlantic, en liðsfélagar hans voru þó ekki langt á eftir. Atlantic þarf þó að sætta sig við tap í sínum fyrsta leik á tímabilinu. Lokatölur leiks: 16-13 Ármann náði ekki að fullkomna endurkomuna Þór og Ármann mættust í öðrum leik fyrstu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar kl. 20:30. Leikurinn fór fram á Anubis og Þórsarar völdu að hefja leikinn í vörn. Ármann tók fyrstu lotu leiksins þegar Ofvirkur náði að fella þrjá leikmenn Þórs. Þórsarar tóku þá leikinn algjörlega í eigin hendur og unnu tíu lotur í röð og átti Peter stórleik fyrir Þórsara þegar hann felldi þrjá leikmenn Ármanns í röð á A-svæðinu. Ármann náði þó að sigra nokkrar lotur til viðbótar fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 11-4 Þórsarar virtust aðeins missa dampinn í sókninni, en seinni hálfleikur fór nokkuð jafnt af stað þar sem liðin deildu lotunum með sér og staðan 13-6. Ármann nálgaðist Þórsara hægt og rólega og tók fimm lotur í röð til að koma leiknum í 13-9. Þórsarar fóru þá að rífa upp sóknina og komu leiknum á úrslitalotu. Þórsarar virtust ætla að sigla burt með sigurinn í stöðunni 15-9 en þó tókst Ármanni að komast aftur inn í leikinn og sigraði fjóra leiki í röð til að minnka muninn í stöðuna 15-13. Í 29. lotu leiksins keyptu bæði lið riffla, en Þórsarar þurftu nauðsynlega að að taka næstu lotu til að reyna að stöðva Ármann frá því að knýja fram framlengingu. Þórsarar sýndu þó hæfni sína þegar þeir tóku B-svæðið ásamt því að fella þrjá leikmenn Ármanns. Litlu mátti muna að Ármann næði að snúa lotunni við og koma leiknum í framlengingu, en Þórsarar héldu höfði og sigruðu æsispennandi lokalotu. Lokatölur leiks: 16-14 Næstu leikir: 14. september 19:30 DUSTY – Breiðablik 20:30 ÍBV – ÍA
Ljósleiðaradeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti