Erlent

Myrti hvít­voðung sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Konan er ung að aldri að sögn danskra fjölmiðla.
Konan er ung að aldri að sögn danskra fjölmiðla. Vísir/Getty

Kona á þrí­tugs­aldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt ný­fætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gær­morgun í bænum Næst­ved á Sjá­landi í Dan­mörku.

Í um­fjöllun Ekstra­bladet um málið kemur fram að konan hafi eignast barnið í heima­húsi í bænum í gær­morgun, um sex­leytið að dönskum tíma og svo myrt það. Ekki er vitað hvernig.

Þá er ekki vitað hvort um hafi verið að ræða strák eða stelpu. Fram kemur í frétt blaðsins að konan sé á spítala og hafi því ekki getað verið við­stödd þegar á­kæra á hendur henni var gefin út af dómara.

Ekstra­bladet hefur eftir verj­enda konunnar, Steen Djur­toft, að málið sé harm­leikur. Réttað verður yfir konunni fyrir luktum dyrum en Steen segir að málið sé á al­gjöru frum­stigi.

Konunni verður gert að mæta fyrir dómara þegar hún hefur heilsu til. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×