Dusty fór létt með ÍBV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 22:16 Dusty vann öruggan sigur í kvöld. Dusty fer vel af stað á nýhöfnu tímabili í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í upphafi tímabils eftir öruggan sigur gegn ÍBV í kvöld. Dusty-menn settu tóninn strax í byrjun, en þeir sigruðu hnífalotuna og kusu að hefja leik í vörn. Dusty-menn voru af flestum taldir sigurstranglegri fyrir leik og héldu þeir uppteknum hætti og tóku fyrstu sex lotur leiksins. Í sjöundu lotu náðu ÍBV-menn að fella fjóra leikmenn Dusty ásamt því að setja sprengjuna niður á B-svæðinu. Elvar Orri Arnarsson, þekktur sem RavlE innan leiksins, var þá einn eftir af Dusty-mönnum, en hann leiddi þá fellingartöfluna með 11 stykki eftir aðeins sex lotur. Staðan var þar með orðin 6-1 og ÍBV komnir með sína fyrstu lotu. Hlutirnir áttu þó síður en svo eftir að verða auðveldari fyrir Eyjamenn. RavlE og Þorsteinn Friðfinnsson, þekktur sem TH0R, fóru á kostum fyrir Dusty með 14 og 13 fellur eftir níu lotur. Sigurganga Dusty hófst þá á nýjan veg og tóku þeir allar nema eina lotu það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 13-2 ÍBV kom sér fyrir í vörninni í seinni hálfleik með ekki ýkja stórt verkefni frammi fyrir sér, en þeir máttu ekki tapa fleiri en tveimur lotum ef þeir vildu sigurinn. Allt kom þó fyrir ekki og Dusty, með TH0R fremstan í flokki, tók allar loturnar í seinni hálfleik og sömuleiðis sinn annan sigur á tímabilinu með afar sannfærandi hætti. Lokatölur: 16-2 Dusty er þar með komið á topp deildarinnar en TEN5ION, Þór og FH geta jafnað þá á stigum á fimmtudaginn kemur þegar umferðin klárast. Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti
Dusty-menn settu tóninn strax í byrjun, en þeir sigruðu hnífalotuna og kusu að hefja leik í vörn. Dusty-menn voru af flestum taldir sigurstranglegri fyrir leik og héldu þeir uppteknum hætti og tóku fyrstu sex lotur leiksins. Í sjöundu lotu náðu ÍBV-menn að fella fjóra leikmenn Dusty ásamt því að setja sprengjuna niður á B-svæðinu. Elvar Orri Arnarsson, þekktur sem RavlE innan leiksins, var þá einn eftir af Dusty-mönnum, en hann leiddi þá fellingartöfluna með 11 stykki eftir aðeins sex lotur. Staðan var þar með orðin 6-1 og ÍBV komnir með sína fyrstu lotu. Hlutirnir áttu þó síður en svo eftir að verða auðveldari fyrir Eyjamenn. RavlE og Þorsteinn Friðfinnsson, þekktur sem TH0R, fóru á kostum fyrir Dusty með 14 og 13 fellur eftir níu lotur. Sigurganga Dusty hófst þá á nýjan veg og tóku þeir allar nema eina lotu það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik: 13-2 ÍBV kom sér fyrir í vörninni í seinni hálfleik með ekki ýkja stórt verkefni frammi fyrir sér, en þeir máttu ekki tapa fleiri en tveimur lotum ef þeir vildu sigurinn. Allt kom þó fyrir ekki og Dusty, með TH0R fremstan í flokki, tók allar loturnar í seinni hálfleik og sömuleiðis sinn annan sigur á tímabilinu með afar sannfærandi hætti. Lokatölur: 16-2 Dusty er þar með komið á topp deildarinnar en TEN5ION, Þór og FH geta jafnað þá á stigum á fimmtudaginn kemur þegar umferðin klárast. Næstu leikir: 21. september19:30 TEN5ION - Þór20:30 Ármann – Breiðablik21:30 FH – Atlantic
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti