Erlent

Jarð­skjálfti olli flóð­bylgju á Græn­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skipum verður beint frá fjörðunum á meðan yfirvöld fylgjast með skjálftavirkninni.
Skipum verður beint frá fjörðunum á meðan yfirvöld fylgjast með skjálftavirkninni. Erlendur Simonsen/AP

Græn­lensk stjórn­völd hafa aukið við­búnaðar­stig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarð­skjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóð­bylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina.

Aukið við­búnaðar­stig nær til skipa sem eiga ferð um svæðið, að því er fram kemur í um­fjöllun græn­lenska miðilsins Sermitsiaq. Stjórn­völd úti­loka ekki að frekari skjálftar muni ríða yfir svæðið, sem til­heyrir þjóð­garði. 

Græn­lensk stjórn­völd fylgjast grannt með stöðunni og var ákvörðun tekin um að auka viðbúnaðarstigið í gær. Flóð­bylgjan er talin hafa verið allt að 30 til 50 metra há við upp­haf skjálftans.

Því verður far­þegum skemmti­ferða­skipa ráðið frá því að fara í land í eyjunni og í fjörðunum í kring. Skipunum sjálfum verður jafn­framt ráð­lagt að sigla ekki nærri fjörðunum á meðan fylgst er með því hvort skjálftar haldi á­fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×