Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Karl Lúðvíksson skrifar 22. september 2023 08:54 Flottur hausthængur úr Ytri Rangá. Áinn er aflahæsdta laxveiðiá landins í sumar. Ný styttist í að laxveiðitímabilinu ljúki en veitt verður í hafbeitar ánum til loka október en þar er veiði ennþá ágæt. Ytri Rangá er efst á listanum yfir veiðitölur úr laxveiðiánum en þar hafa veiðst 3.133 laxar í sumar. Eystri Rangá er svo í öðru sæti en veiðin í henni hefur verið ágæt þá daga sem hún hefur verið hrein og bestu dagarnir til að hitta á hana ekki í lit eru einmitt á haustinn þegar það er kalt og úrkomulaust. Veiðin í Eystri Rangá er komin í 2.204 laxa. Þverá Kjarrá er svo í þriðja sæti og hæst sjálfbæru náttúrulegu ánna með 1.306 laxa sem er ekki nema ca 10% undir veiðinni í fyrra svo leigutakar og landeigengur þar á bæ geta vel við unað. Þetta er lokatala úr Þverá. Miðfjarðará er svo í fjórða sæti með 1.273 laxa og Selá í því fimmta með 1.234 laxa sem er lokatala úr ánni. Aðrar lokatölur (veiði ársins 2022 innan sviga fyrir aftan) eru Hofsá með 1.088 laxa (1.211), Norðurá 1.087 laxar (1.352), Haffjarðará 905 (870) en hún er líklega ein af fáum ám ásamt Selá og Laxá í Aðaldal sem eru með meiri veiði núna í sumar en í fyrra. Flestar lokatölur vera svo komnar úr sjálfbæru ánum í lok næstu viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Norðurá efst með 810 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Fyrsti fiskurinn kominn úr Leirá Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði
Ytri Rangá er efst á listanum yfir veiðitölur úr laxveiðiánum en þar hafa veiðst 3.133 laxar í sumar. Eystri Rangá er svo í öðru sæti en veiðin í henni hefur verið ágæt þá daga sem hún hefur verið hrein og bestu dagarnir til að hitta á hana ekki í lit eru einmitt á haustinn þegar það er kalt og úrkomulaust. Veiðin í Eystri Rangá er komin í 2.204 laxa. Þverá Kjarrá er svo í þriðja sæti og hæst sjálfbæru náttúrulegu ánna með 1.306 laxa sem er ekki nema ca 10% undir veiðinni í fyrra svo leigutakar og landeigengur þar á bæ geta vel við unað. Þetta er lokatala úr Þverá. Miðfjarðará er svo í fjórða sæti með 1.273 laxa og Selá í því fimmta með 1.234 laxa sem er lokatala úr ánni. Aðrar lokatölur (veiði ársins 2022 innan sviga fyrir aftan) eru Hofsá með 1.088 laxa (1.211), Norðurá 1.087 laxar (1.352), Haffjarðará 905 (870) en hún er líklega ein af fáum ám ásamt Selá og Laxá í Aðaldal sem eru með meiri veiði núna í sumar en í fyrra. Flestar lokatölur vera svo komnar úr sjálfbæru ánum í lok næstu viku. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði Frábær veiði á ION svæðinu Veiði Norðurá efst með 810 laxa Veiði Elliðaárnar opnuðu í gær Veiði 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Þingvallavatn er ennþá að gefa flottar bleikjur Veiði Fyrsti fiskurinn kominn úr Leirá Veiði Ný heimasíða og vefsalan komin í gang hjá SVFR Veiði