Erlent

Þaul­sætnasti for­seti Ítalíu látinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Giorgio Napolitano gegndi mikilvægu hlutverki þegar efnahagskreppan skall á með fullum þunga árið 2005.
Giorgio Napolitano gegndi mikilvægu hlutverki þegar efnahagskreppan skall á með fullum þunga árið 2005. Getty/Morandi

Giorgio Napolitano, fyrrverandi forseti Ítalíu, er látinn 98 ára gamall. Giorgio var þaulsætnasti forseti Ítalíu.

Forsetinn fyrrverandi gegndi embætti frá 2006 til 2015. Hann kom Ítölum í gegnum bankahrunið og gegndi þar mikilvægu hlutverki. 

Napolitano lést á spítala í Róm í dag og hafa margir lýst yfir samúð.

„Ég minnist hans með hlýhug. Við funduðum reglulega og ég kunni vel að meta manngæsku, fyrirhyggju og ráðvendni Napolitano á erfiðum tímum,“ sagði Frans páfi meðal annars, samkvæmt Deutsche Welle.

Napolitano fæddist í Napólí árið 1925. Hann gekk til liðs við Kommúnistaflokkinn árið 1945 og var kjörinn á löggjafarþing árið 1953. Þar sat hann til ársins 1996 en fór yfir í flokk Vinstri-Demókrata þegar Kommúnistaflokkurinn var leystur upp.

Síðar gegndi hann embætti innviðaráðherra, sat á Evrópuþingi og vra loks kjörinn forseti árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×