Newcastle niðurlægði strákana frá Sheffield Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:41 Svekktur Benie Traore fylgist með markaskorurunum Sven Botman og Dan Burn eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Newcastle United vann í dag 8-0 risasigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu deildarinnar. Newcastle hefur ekki farið neitt alltof vel af stað á tímabilinu eftir frábært tímabil í fyrra. Fyrir leikinn í dag hafði liðið aðeins unnið einn sigur í deildinni til þessa og hann kom í fyrstu umferð gegn Aston Villa. Í dag var hins vegar engin spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Leikmenn Newcastle sýndu strax hvað þeir ætluðu sér og voru komnir í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mörk Sean Longstaff, Dan Burn og Sven Botman á fjórtán mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Newcastle United are the first team in Premier League history to have eight different players score in a single game. Sean Longstaff Dan Burn Sven Botman Callum Wilson Anthony Gordon Miguel Almiron Bruno Guimarães Alexander Isak pic.twitter.com/vgrvJmZqXG— talkSPORT (@talkSPORT) September 24, 2023 Í síðari hálfleik keyrðu þeir síðan einfaldlega yfir gestina frá Sheffield. Callum Wilson skoraði á 56. mínútu og á tólf mínútna kafla bættu þeir Anthony Gordon, Miguel Almiron og Bruno Guimares við mörkum og staðan orðin 7-0. Alexander Isak setti svo punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði á 87. mínútu og innsiglaði 8-0 risasigur Newcastle. Newcastle's BIGGEST league away win ever! pic.twitter.com/uYAM5c9egF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 24, 2023 Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fjórum sinnum hefur liðum tekist að vinna 9-0 sigra, síðast liði Liverpool gegn Bournemouth á síðustu leiktíð. Newcastle hefur áður unnið 8-0 sigur í úrvalsdeildinni. Það var árið 1999 og einnig gegn liði frá Sheffield, í það skiptið Sheffield Wednesday. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Newcastle hefur ekki farið neitt alltof vel af stað á tímabilinu eftir frábært tímabil í fyrra. Fyrir leikinn í dag hafði liðið aðeins unnið einn sigur í deildinni til þessa og hann kom í fyrstu umferð gegn Aston Villa. Í dag var hins vegar engin spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Leikmenn Newcastle sýndu strax hvað þeir ætluðu sér og voru komnir í 3-0 í fyrri hálfleik eftir mörk Sean Longstaff, Dan Burn og Sven Botman á fjórtán mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Newcastle United are the first team in Premier League history to have eight different players score in a single game. Sean Longstaff Dan Burn Sven Botman Callum Wilson Anthony Gordon Miguel Almiron Bruno Guimarães Alexander Isak pic.twitter.com/vgrvJmZqXG— talkSPORT (@talkSPORT) September 24, 2023 Í síðari hálfleik keyrðu þeir síðan einfaldlega yfir gestina frá Sheffield. Callum Wilson skoraði á 56. mínútu og á tólf mínútna kafla bættu þeir Anthony Gordon, Miguel Almiron og Bruno Guimares við mörkum og staðan orðin 7-0. Alexander Isak setti svo punktinn yfir i-ið þegar hann skoraði á 87. mínútu og innsiglaði 8-0 risasigur Newcastle. Newcastle's BIGGEST league away win ever! pic.twitter.com/uYAM5c9egF— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 24, 2023 Sigurinn er á meðal þeirra stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fjórum sinnum hefur liðum tekist að vinna 9-0 sigra, síðast liði Liverpool gegn Bournemouth á síðustu leiktíð. Newcastle hefur áður unnið 8-0 sigur í úrvalsdeildinni. Það var árið 1999 og einnig gegn liði frá Sheffield, í það skiptið Sheffield Wednesday.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira