Eftir krefjandi mánuði stimplaði Arnór sig rækilega inn í endurkomunni Aron Guðmundsson skrifar 25. september 2023 17:00 Arnór í leiknum með Blackburn gegn Ipswich um nýliðna helgi. Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson stimplaði sig inn í lið enska B-deildar liðsins Blacburn Rovers um nýliðna helgi er hann sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og skoraði eitt marka liðsins í tapi gegn Ipswich Town. Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Arnór gekk í raðir Blackburn Rovers í sumar á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskva en hann meiddist þó fljótlega eftir komu sína til Englands. Meiðsli sem höfðu, fyrir komandi helgi, haldið honum fjarri keppni á yfirstandandi tímabili. „Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði Arnór aðspurður hvernig hafi verið að leika sinn fyrsta mótsleik fyrir enska B-deildar liðið Blackburn Rovers. „Ég er stoltur af því að hafa spilað minn fyrsta leik og vil nýta tækifærið og þakka læknaliði Blackburn fyrir að koma mér í gegnum þetta meiðslatímabil.“ Arnór var í byrjunarliði Blackburn Rovers í leik liðsins gegn Ipswich Town á laugardaginn síðastliðinn og skoraði hann eitt marka liðsins í 4-3 tapi. @arnorsigurdsson's debut #Rovers goal. pic.twitter.com/eLpUGML7aj— Blackburn Rovers (@Rovers) September 24, 2023 „Það hefur verið erfitt fyrir mig að koma inn sem nýr leikmaður í félagið en meiðast svo strax. En þó fylgdi því stórkostleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn og skora mitt fyrsta mark fyrir félagið.“ Arnór hefur beðið lengi eftir þessari stundu. „Að komast aftur inn á völlinn og spila minn fyrsta leik fyrir liðið. Ég hef verið að horfa á leiki Blackburn Rovers á Ewood Park og það fylgir því skrýtin tilfinning þegar að maður er meiddur og vill bara spila. Þessi meiðsli voru þess eðlis að við þurftum að taka varfærnisleg skref í endurhæfingunni, taka okkur góðan tíma í þetta og það var það sem að við gerðum. Ég er spenntur fyrir framhaldinu. “ Blackburn er að ganga í gegnum erfiðan kafla þessi dægrin en þrátt fyrir að hafa skapað sér fullt af færum undanfarið hafa lærisveinar Jon Dahl Tomasson tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í ensku B-deildinni. „Þetta er erfiður kafli hjá liðinu núna. Við getum leyft okkur að vera vonsviknir en á morgun kemur nýr dagur og við verðum að einblína á jákvæði punktana í okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í viðtali við Rovers TV eftir sinn fyrsta mótsleik með liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira