Newcastle hafði betur gegn City Dagur Lárusson skrifar 27. september 2023 21:00 Alexander Isak fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Alexander Isak skoraði eina mark leiksins er Newcastle hafði betur gegn Manchester City í deildarbikarnum. Pep Guardiola, þjálfari City, var búinn að segja það fyrir leikinn að hann myndi gera mikið af breytingum á liði sínu og hann stóð við það. Leikmenn á borð við Oscar Bobb, Kalvin Phillips, Sergio Gomez og Rico Lewis voru allir í byrjunarliðinu. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Alexander Isak sem skoraði á 53.mínútu og fagnaði vel og innilega. Leikmenn City reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og því Pep Guardiola og lærisveinar hans dottnir úr deildarbikarnum. Enski boltinn
Alexander Isak skoraði eina mark leiksins er Newcastle hafði betur gegn Manchester City í deildarbikarnum. Pep Guardiola, þjálfari City, var búinn að segja það fyrir leikinn að hann myndi gera mikið af breytingum á liði sínu og hann stóð við það. Leikmenn á borð við Oscar Bobb, Kalvin Phillips, Sergio Gomez og Rico Lewis voru allir í byrjunarliðinu. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Alexander Isak sem skoraði á 53.mínútu og fagnaði vel og innilega. Leikmenn City reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og því Pep Guardiola og lærisveinar hans dottnir úr deildarbikarnum.