Enski boltinn

Samstarfinu lýkur eftir blautbolamálið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og sjá má leggjast búningar Aston Villa ansi þétt upp að líkama leikmanna þegar þeir svitna.
Eins og sjá má leggjast búningar Aston Villa ansi þétt upp að líkama leikmanna þegar þeir svitna. getty/Mikolaj Barbanell

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa ætlar að binda endi á samstarfið við íþróttavöruframleiðandann Castore.

Leikmenn Villa hafa kvartað yfir nýjum búningum liðsins frá Castore. Þeir draga í sig svita og leggjast þétt upp að líkamanum. Kvennalið Villa hefur leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina og leikmenn þess ku kvíða fyrir að spila í blautbolunum.

The Telegraph greinir frá því að viðræður hafa átt sér stað milli Villa og Castore og búist er við því að samstarfi þeirra ljúki eftir tímabilið.

Castore rauf þögnina í gær og sagðist ætla að taka á umkvörtunum Villa-manna vegna búninganna umdeildu.

Karlalið Villa mætir Brighton í hádeginu á morgun en kvennalið Villa fær Manchester United í heimsókn á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×