Enski boltinn

Saka og Rice ekkert æft í vikunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bukayo Saka skoraði í Norður-Lundúnaslagnum sem endaði með 2-2 jafntefli.
Bukayo Saka skoraði í Norður-Lundúnaslagnum sem endaði með 2-2 jafntefli. getty/Ryan Pierse

Ensku landsliðsmennirnir Bukayo Saka og Declan Rice hafa ekki æft með Arsenal frá Norður-Lundúnaslagnum gegn Tottenham á sunnudaginn. 

Leandro Trossard og Gabriel Martinelli hafa heldur ekki æft með Arsenal undanfarna en þeir misstu af leiknum gegn Tottenham. Þá eru Thomas Partey og Jurriën Timber meiddir og Fábio Vieira tæpur.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ræddi stöðuna á leikmannahópi liðsins á blaðamannafundi í dag. Arsenal fær Bournemouth í heimsókn í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

„Þeir eru allir á sama stað. Fábio var ekki með í síðasta leik. Við erum að glíma við nokkur meiðsli. Við verðum að taka stöðuna og laga okkur að henni því þetta eru talsverð forföll,“ sagði Arteta.

Arsenal sigraði Brentford, 1-0, í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Reiss Nelson skoraði eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×