Klopp tjáir sig um dómaramistökin Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. september 2023 19:45 Klopp í orðaskiptum við dómara Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Liverpool tapaði 2-1 fyrir Tottenham eftir að fá tvö rauð spjöld og mark þeirra var dæmt af í leiknum. Curtis Jones fékk fyrra rauða spjaldið í upphafi leiks, þar dæmdi dómari leiksins upphaflega gult en dómararnir í VAR herberginu ráðlögðu honum að gefa rautt og Jones var þar með rekinn af velli. „Rautt á Curtis. Þið haldið kannski öll að þetta sér rautt, ég held ekki vegna þess að ég spilaði fótbolta og þið gerðuð það líklega ekki“ sagði Klopp um þá ákvörðun. Hann bætti svo við að þegar atvikin eru spiluð í hægri endursýningu þá líta þau yfirleitt verr út. Þrátt fyrir að lenda manni undir tókst Liverpool að skora fyrsta mark leiksins, en það var dæmt af vegna rangstöðu. VAR dómarar sáu enga ástæðu til að grípa inn í þau mistök dómara og leikurinn hélt áfram markalaus. Dómarasamtökin gáfu svo út yfirlýsingu beint eftir leik þar sem mistök voru viðurkennd, VAR herbergið hefði átt að leiðrétta ákvörðun línuvarðarins og markið átti að standa. "PGMOL acknowledge a significant human error occurred during the first half of Tottenham Hotspur v Liverpool." The PGMOL statement on the Luis Diaz disallowed goal. 👇 pic.twitter.com/qC2C0jMsXD— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2023 „Við vissum það strax. Bara á venjulegum myndum var augljóslega hægt að sjá það. En hverjum hjálpar þetta? Við fáum ekki stig fyrir þetta. Við héldum að VAR myndi einfalda hlutina“ sagði Klopp við þeirri yfirlýsingu. Hann segir það engu breyta þó mistökin séu viðurkennd, þeim verður ekki breytt eða leiðrétt á nokkurn hátt. Fyrsta tap Liverpool á leiktíðinni er því raunin og Tottenham kemur sér upp í annað sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira