Erlent

PKK lýsir yfir ábyrgð á sprengjuárásinni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bíll sem varð fyrir skemmdum í árásinni í Ankara.
Bíll sem varð fyrir skemmdum í árásinni í Ankara. getty

Kúrdíski verkamannaflokkurinn PKK hefur lýst ábyrgð á sprengjuárás sem var framin fyrir utan innanríkisráðuneyti Tyrklands í höfuðborginni Ankara í morgun. Innanríkisráðherrann segir ljóst að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 

Samkvæmt ráðherranum, Ali Yerlikaya, mættu tveir árásarmenn fyrir utan ráðuneytið um hálf tíu í kvöld að staðartíma. Annar þeirra bar sprengjuna og lést á vettvangi. Hinn árásarmaðurinn var drepinn skömmu síðar af lögreglu, að því er fram kemur í frétt BBC um málið.

Hópur sem tengist kúrdíska verkamannaflokknum PKK hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Flokkurinn er flokkaður sem hryðjuverkahópur af Evrópusambandinu, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Árásin var framin nokkrum klukkutímum áður en tyrkneska þingið átti að koma saman á ný eftir sumarfrí. Hópurinn, sem kallar sig Immortals Battalion, segir ástæðuna fyrir því að innanríkisráðuneytið hafi orðið fyrir valinu sé nálægð þess við þinghúsið í Ankara.

Tveir starfsmenn ráðuneytis urðu fyrir skotum árásarmanna. Annar var skotinn í bringuna en hinn er særðist á auga og fæti. Hvorugur þeirra er í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×