Erlent

Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Erlendir fjölmiðlar segja að tvö börn hið minnsta séu í hópi hinna látnu.
Erlendir fjölmiðlar segja að tvö börn hið minnsta séu í hópi hinna látnu. AP

Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær.

BBC segir frá því að 49 hafi verið fluttir á spítala og að um hundrað hafi verið inni í Santa Cruz-kirkjunni þegar hún hrundi. Staðarmiðlar segja að skírnarathöfn hafi verið í gangi þegar slysið var.

Björgunarstarf er enn í gangi á staðnum og vonast er að einhverjir kirkjugesta hafi náð að koma sér í skjól undir kirkjubekkjunum þegar fór að hrynja úr þakinu.

Erlendir fjölmiðlar segja að tvö börn hið minnsta séu í hópi hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×