Ljósleiðaradeildin í beinni: Toppslagur og nýr leikur Snorri Már Vagnsson skrifar 3. október 2023 19:22 Fjórða umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike hefst í kvöld með tveimur leikjum, en báðir eru þeir á milli liða sem sitja hlið við hlið í stigatöflunni. Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti
Í fyrri leik kvöldsins mætast efstu tvö lið deildarinnar, ÍA og NOCCO Dusty. Dusty eru þeir einu sem sigrað hafa alla sína leiki en ÍA getur jafnað þá á stigum í kvöld, sigri þeir viðureignina. Í seinni leik er snemmbúinn botnslagur milli Breiðabliks og Atlantic, en liðin tvö þurfa nauðsynlega að koma sér á sigurbraut til að eiga séns á toppslag seinna á tímabilinu. Leikirnir munu vera spilaðir í CS2, nýjustu útgáfu Counter-Strike sem Valve gaf út á dögunum. Spilað verður áfram eftir 30-lotu kerfi þar sem fyrsta liðið til að sigra 16 lotur sigrar viðureignina. Leikirnir í kvöld verða þeir fyrstu í íslensku deildinni til að vera spilaðir Í CS2, en leikurinn hefur tekið við af CS:GO sem hefur verið keppnisútgáfa Counter-Strike frá árinu 2012. Eflaust verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn spjara sig við breytingarnar og hvort einhverjir sýni nýja hlið í nýjum leik. Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn