Móðir Beckhams varð fyrir ógeðfelldu aðkasti: „Þetta var hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 10:01 David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty Í nýrri heimildarþáttaröð um líf og atvinnumannaferil bresku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, tjá Beckham og aðstandendur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir afdrifarík mistök Beckham á HM 1998. Beckham og fjölskylda hans lentu í afar slæmu aðkasti í kjölfar atviksins. Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“ Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira