Enski boltinn

Ensk lands­liðs­hetja fékk rautt spjald fyrir að tefja í fyrri hálf­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emily Heaslip gefur Alex Greenwood rauða spjaldið en enska landsliðskonan skilur ekki hvað sé í gangi.
Emily Heaslip gefur Alex Greenwood rauða spjaldið en enska landsliðskonan skilur ekki hvað sé í gangi. Getty/Alex Livesey

Alex Greenwood er ein af hetjunum í enska kvennalandsliðinu í fótbolta en henni var ekki sýnd nein miskunn í toppleik Manchester City og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Greenwood fékk nefnilega sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik og City var því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Það voru þó kringumstæðurnar sem vöktu hvað mesta athygli. Greenwood og félagar í City voru marki yfir í fyrri hálfleik þegar liðið fékk aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi.

Greenwood var ekkert að flýta sér og tók sér 26 sekúndur í að taka aukaspyrnuna.

Það sætti dómari leiksins sig ekki við heldur lyfti gula spjaldinu. Þar sem að þetta var hennar annað gula spjald í leiknum þá var hún rekin í sturtu.

Leiknum lauk með jafntefli en Chelsea skoraði ekki jöfnunarmark sitt fyrir dómari leiksins var búin að reka aðra enska landsliðshetju út af með rautt spjald. Lauren Hemp fékk þá sitt annað gula spjald.

Dómari leiksins var Emily Heaslip og lyfti hún alls tólf gulum spjöldum í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá Greenwood í þessaru umdeildu aukaspyrnu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×