Beckham hughreysti Maguire á erfiðri stundu: „Það snerti við mér“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:31 David Beckham setti sig í samband við Harry Maguire og hughreysti hann Vísir/Samsett mynd Harry Maguire, landsliðsmaður Englands í fótbolta, segist hafa verið djúpt snortinn þegar að enska fótboltagoðsögnin David Beckham setti sig í samband við hann á dögunum og hughreysti hann. Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“ Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Maguire hefur mátt þola mikið aðkast inn á fótboltavellinum og hefur það jafnvel gengið svo langt að stuðningsmenn enska landsliðsins hafa baulað á hann. Í síðasta landsliðsverkefni, í æfingaleik gegn Skotlandi, hæddust þeir svo að honum að tekið var eftir. Undanfarnir mánuðir hafa svo sannarlega verið krefjandi fyrir þennan leikmann enska landsliðsins og Manchester United en á blaðamannafundi, fyrir komandi verkefni enska landsliðsins, greindi Maguire frá því hvernig enska fótboltagoðsögnin David Beckham, hughreysti hann eftir leikinn gegn Skotum fyrir nokkrum vikum síðan. „Hann setti sig í samband við mig, það var virkilega vel gert af honum," sagði Maguire er hann greindi frá því að Beckham hefði hughreyst sig. „Það skpti mig öllu máli. Á mínum yngri árum leit ég mikið upp til hans. Hann var mér fyrirmynd og þetta sýnir bara hversu mikill klassi býr í honum.“ Beckham þekkir það vel á eigin skinni að finna fyrir reiði samlanda sinna í tengslum við enska landsliðið. Eftir að hann var rekinn af velli í 16-liða úrslitum HM 1998 gegn Argentínu, þurfti Beckham að þola mikið og langt aðkast líkt og sést í nýjum heimildarþáttum um feril hans á streymisveitu Netflix. „Hann hefur verið í þessari stöðu sem ég hef fundið mig í upp á síðkastið. Ég horfði á þessa heimildarþætti og trúði ekki mínum eigin augum þegar að ég sá hvað hann þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma. Gary Neville (liðsfélagi og vinur Beckham á þeim tíma) talar um það hversu mikilli þrautseigju Beckham býr yfir sem einstaklingur og þá var gott að heyra hlið Beckham á þessu öllu saman.“ En hvað sagði Beckham við Maguire þegar að hann setti sig í samband við kappann? „Hann minnti mig á þann feril sem ég hef átt til dagsins í dag. Stóru stundirnar á mínum ferli. Það snerti við mér. Þegar að maður er að ganga í gegnum erfiða tíma. Þá verður maður að minna sig á þessar góðu og stóru stundir sem maður hefur upplifað. Hvert maður er kominn á sínum ferli, það sem maður hefur gengið í gegnum.“
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira