Meistararnir fóru illa með botnliðið Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 20:22 Ríkjandi Stórmeistarar Atlantic unnu afar öruggan sigur er liðið mætti ÍBV í fimmtu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn
Leikurinn fór fram á Nuke. ÍBV hóf leikinn í sókn og sigraði fyrstu þrjár lotur leiksins. Atlantic tók sína fyrstu í lotu fjögur og staðan þá 1-3. Hægt og rólega náðu leikmenn Atlantic að vinna sig aftur í leikinn eftir slaka byrjun í vörninni. Í áttundu lotu náði Atlantic loks að jafna leikinn í 4-4. Eftir að jafna missti Atlantic ekki úr takti í fyrri hálfleik, en ÍBV hafði engin svör við vörn Atlantic undir lok fyrri hálfleiks. LeFluff og Brnr toppuðu fellutöflu Atlantic í fyrri hálfleik með 14 og 17 fellur. Staðan í hálfleik: 10-5 Eftir góða byrjun sem rann út í sandinn hjá ÍBV þurftu þeir kraftaverk gegn sókn Atlantic-manna til að eiga möguleika á sigri. Atlantic sýndi þó að sókn þeirra var Eyjamönnum um of og Atlantic sigraði allar lotur seinni hálfleiks. Lokatölur: 16-5. ÍBV situr enn í neðsta sæti deildarinnar án sigurs en Atlantic finnur loks sinn annan sigur á tímabilinu og fer því upp í miðjuslaginn með fjögur stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn