„Tíminn læknar öll sár er eitthvert mesta bull sem ég hef heyrt“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 13. október 2023 12:00 Edda Björgvinsdóttir leikkona segir mikilvægt að tryggja góða þjónustu fyrir börn sem upplifa missi og sorg. Vísir/Vilhelm Edda Björgvinsdóttir er verndari nýs verkefnis á vegum Sorgarmiðstöðvar fyrir börn. Hún segir áríðandi að tryggja börnum góð úrræði í sorg sinni. Hún segir sorgina fylgja sér og að hana vanti enn orð til að ná utan um hana. „Maður er aldrei búinn að syrgja. Setningin „Tíminn læknar öll sár“ er eitthvert mesta bull sem ég hef heyrt. Því tíminn breytir eingöngu tíðni grátkasta og sorgarviðbragða, en læknar ekki neitt,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Edda, ásamt fleirum, vinnur nú að því að koma á fót listasmiðju fyrir börn í sorg, sem rekin verður af Sorgarmiðstöðinni. Í tilefni af því verða á þriðjudag haldnir góðgerðartónleikar í Sky Lagoon og mun allur ágóði af tónleikunum renna beint í þetta nýja verkefni. Í listasmiðjunni verður boðið upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi. Allur ágóði rennur í listasmiðjuna Viðburðurinn er skipulagður af góðgerðasamtökunum 1881. Söngkonurnar Salka Sól og GDRN munu báðar koma fram á tónleikunum auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mun spila tónlist. GDRN, Dóra Júlía og Salka Sól koma fram á tónleikunum. Edda er verndari verkefnisins og mun hún, ásamt Hrannari Má Ásgeirs Sigrúnarsyni, formanni Sorgarmiðstöðvarinnar, opna viðburðinn á þriðjudaginn. Edda hefur sjálf upplifað sáran og óvæntan missi þegar hún missti eiginmann sinn, leikarann Gísla Rúnar Jónsson, árið 2020. Hún segist telja það lykilatriði fyrir marga að nýta harminn sem þau upplifa í að skapa eitthvað sem geti hjálpað öðrum. „Sumir stofna minningarsjóði, aðrir skrifa sig í gegn um tilfinningaflóðið og enn aðrir nota tónlist eða skapa allskonar listaverk eða starfa í góðgerðarverkefnum. Við stofnum listasmiðju fyrir börn sem syrgja,“ segir Edda. Fleiri úrræði fyrir fullorðna en börn Hún segir ótrúlega mikilvægt að góð þjónusta sé í boði fyrir syrgjendur. Sjálf hafi hún notið þjónustu Sorgarmiðstöðvarinnar sem hafi reynst henni ómetanlegt á erfiðum tíma. „Það eru miklu fleiri úrræði fyrir fullorðið fólk, þó svo að heilbrigðiskerfið sé afar laskað þegar kemur að því að grípa fólk sem upplifir alvarleg áföll og missi,“ segir Edda og heldur áfram: „Ég á sjálf afkomendur á öllum aldri sem hafa upplifað allskonar sorgarviðbrögð og litlu börnin í kring um mig - barnabörnin - voru ljóslifandi dæmi um hvernig sorg bara getur birst. Það var oft svo átakanlegt að fylgjast með þeim í miklum sársauka og söknuði, en birtingarmyndin var stundum eins og þau væru að ganga í gegn um veikindi eða hreinlega væru algjörlega horfin í eigin heim.“ Edda segir list geta hjálpað börnum mikið. Þau syrgi á annan máta en fullorðnir. Vísir/Vilhelm Hún segir að þannig hafi hún upplifað að sorgarferli barna birtist með allt öðrum hætti en fullorðinna. „Stundum heldur maður hreinlega að þau séu búin að jafna sig ótrúlega fljótt eftir alvarlegan missi, en tilfellið er að sorgarferlið þeirra birtist á annan hátt en sorgarferli okkar sem fullorðin erum. Þau geta til dæmis tekið sér „hvíld“ frá sorginni og gjörsamlega gleymt sér í leik. Svo hellist sorgin yfir þau aftur. Börn tjá sorg sína líka oft á þann hátt að fullorðnir ná ekki alltaf því að börnin séu að sýna sorgarviðbrögð. Þau tjá sig ekkert endilega um söknuð og sársauka heldur getur sorgin birst í líkamlegum einkennum eins og höfuðverkjum, svefntruflunum, magaverkjum, mikilli þreytu, andþyngslum og allskonar líkamlegum einkennum. Þau glíma líka mörg hver við kvíða og ótta og geta verið að kljást við samviskubit og depurð. Aðstandendur eru oft ráðþrota gagnvart sorg barnanna,“ segir Edda. Hún segir listina geta hjálpað. „Að tjá tilfinningar sínar í gegn um hin ýmsu listform reynist börnum oft miklu auðveldara en að tala um tilfinningar sínar. Líðan þeirra birtist oft á svo skýran hátt í því sem þau eru að skapa. Allskonar rannsóknir um allan heim sýna okkur að það er hægt að hjálpa börnum gríðarlega mikið með því að vinna skapandi verkefni með þeim í sorgarferli,“ segir Edda. Hún segir áríðandi að grípa inn í og veita börnum viðeigandi hjálp þegar þau upplifa missi. „Tilfellið er að ef börn ná ekki að tjá sorg sína og fá viðeigandi hjálp þá geta sálræn áföll birst löngu eftir að þau fullorðnast og valdið óskaplegum sársauka og haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Edda. Mörg börn án stuðnings Hún segir allt of mörg börn fara á mis við sorgarstuðning því aðstandendur séu sjálfir svo brotnir. „Þess vegna erum við að safna fyrir þessu verkefni. Aðstandendur eru oft svo brotnir sjálfir að þeir eiga fullt í fangi með að halda sér og fjölskyldunni gangandi. Það þarf mjög sértæka fagaðila til að hjálpa syrgjandi börnum og Listasmiðja fyrir börn í sorg gæti bjargað mörgum mannssálum.“ Spurð hvernig hún upplifi sorg og missi segir Edda: „ Ef ég gæti með nokkru móti lýst því í fáum setningum, minni sorg og afleiðingum missis, þá finndist mér ég vera komin töluvert langt í að ná minni lífs- og starfsorku, en ég á engin orð enn þá.“ Katrín lofar einstakri stemningu í lóninu. Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, framkvæmdastýra 1881, segir verkefnið alfarið hugarfóstur Eddu. „Því miður er enginn ónæmur fyrir sorginni. Við upplifum öll missi einhverntíman á lífsleiðinni. Verkefnið er hugarfóstur Eddu, en hún horfði upp á fjölskyldumeðlimi á öllum aldri tækla sorgina á mismunandi hátt og með stuðningi frá Sorgarmiðstöðinni og námi í Sálgæslu fannst henni þetta úrræði vanta á íslandi. Það sýnir sig að ef börn eru ekki gripin þegar þau upplifa áföll í æsku líkt og að missa náin ástvin geta þau lent á vegg síðar meir og þetta er í raun forvörn fyrir það.“ Hún lofar einstakri stemningu í lóninu á þriðjudaginn. „Við erum svo heppin að hafa liðsauka frá DJ Dóru Júlíu sem er stemningskona með meiru auk GDRN og Sölku Sól sem munu með sínum undirfögru röddum skapa hugljúfa og ógleymanlega stund í þágu góðs málefnis. Sorgarmiðstöðin vinnur einstaklega faglegt starf og var aldrei spurning að gera þetta með einhverjum öðrum aðilum.“ Börn og uppeldi Geðheilbrigði Sorg Tengdar fréttir Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. 8. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
„Maður er aldrei búinn að syrgja. Setningin „Tíminn læknar öll sár“ er eitthvert mesta bull sem ég hef heyrt. Því tíminn breytir eingöngu tíðni grátkasta og sorgarviðbragða, en læknar ekki neitt,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona. Edda, ásamt fleirum, vinnur nú að því að koma á fót listasmiðju fyrir börn í sorg, sem rekin verður af Sorgarmiðstöðinni. Í tilefni af því verða á þriðjudag haldnir góðgerðartónleikar í Sky Lagoon og mun allur ágóði af tónleikunum renna beint í þetta nýja verkefni. Í listasmiðjunni verður boðið upp á styðjandi samverustundir þar sem fagaðilar, listamenn og listmeðferðarfræðingar vinna með börnum sem orðið hafa fyrir missi. Allur ágóði rennur í listasmiðjuna Viðburðurinn er skipulagður af góðgerðasamtökunum 1881. Söngkonurnar Salka Sól og GDRN munu báðar koma fram á tónleikunum auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mun spila tónlist. GDRN, Dóra Júlía og Salka Sól koma fram á tónleikunum. Edda er verndari verkefnisins og mun hún, ásamt Hrannari Má Ásgeirs Sigrúnarsyni, formanni Sorgarmiðstöðvarinnar, opna viðburðinn á þriðjudaginn. Edda hefur sjálf upplifað sáran og óvæntan missi þegar hún missti eiginmann sinn, leikarann Gísla Rúnar Jónsson, árið 2020. Hún segist telja það lykilatriði fyrir marga að nýta harminn sem þau upplifa í að skapa eitthvað sem geti hjálpað öðrum. „Sumir stofna minningarsjóði, aðrir skrifa sig í gegn um tilfinningaflóðið og enn aðrir nota tónlist eða skapa allskonar listaverk eða starfa í góðgerðarverkefnum. Við stofnum listasmiðju fyrir börn sem syrgja,“ segir Edda. Fleiri úrræði fyrir fullorðna en börn Hún segir ótrúlega mikilvægt að góð þjónusta sé í boði fyrir syrgjendur. Sjálf hafi hún notið þjónustu Sorgarmiðstöðvarinnar sem hafi reynst henni ómetanlegt á erfiðum tíma. „Það eru miklu fleiri úrræði fyrir fullorðið fólk, þó svo að heilbrigðiskerfið sé afar laskað þegar kemur að því að grípa fólk sem upplifir alvarleg áföll og missi,“ segir Edda og heldur áfram: „Ég á sjálf afkomendur á öllum aldri sem hafa upplifað allskonar sorgarviðbrögð og litlu börnin í kring um mig - barnabörnin - voru ljóslifandi dæmi um hvernig sorg bara getur birst. Það var oft svo átakanlegt að fylgjast með þeim í miklum sársauka og söknuði, en birtingarmyndin var stundum eins og þau væru að ganga í gegn um veikindi eða hreinlega væru algjörlega horfin í eigin heim.“ Edda segir list geta hjálpað börnum mikið. Þau syrgi á annan máta en fullorðnir. Vísir/Vilhelm Hún segir að þannig hafi hún upplifað að sorgarferli barna birtist með allt öðrum hætti en fullorðinna. „Stundum heldur maður hreinlega að þau séu búin að jafna sig ótrúlega fljótt eftir alvarlegan missi, en tilfellið er að sorgarferlið þeirra birtist á annan hátt en sorgarferli okkar sem fullorðin erum. Þau geta til dæmis tekið sér „hvíld“ frá sorginni og gjörsamlega gleymt sér í leik. Svo hellist sorgin yfir þau aftur. Börn tjá sorg sína líka oft á þann hátt að fullorðnir ná ekki alltaf því að börnin séu að sýna sorgarviðbrögð. Þau tjá sig ekkert endilega um söknuð og sársauka heldur getur sorgin birst í líkamlegum einkennum eins og höfuðverkjum, svefntruflunum, magaverkjum, mikilli þreytu, andþyngslum og allskonar líkamlegum einkennum. Þau glíma líka mörg hver við kvíða og ótta og geta verið að kljást við samviskubit og depurð. Aðstandendur eru oft ráðþrota gagnvart sorg barnanna,“ segir Edda. Hún segir listina geta hjálpað. „Að tjá tilfinningar sínar í gegn um hin ýmsu listform reynist börnum oft miklu auðveldara en að tala um tilfinningar sínar. Líðan þeirra birtist oft á svo skýran hátt í því sem þau eru að skapa. Allskonar rannsóknir um allan heim sýna okkur að það er hægt að hjálpa börnum gríðarlega mikið með því að vinna skapandi verkefni með þeim í sorgarferli,“ segir Edda. Hún segir áríðandi að grípa inn í og veita börnum viðeigandi hjálp þegar þau upplifa missi. „Tilfellið er að ef börn ná ekki að tjá sorg sína og fá viðeigandi hjálp þá geta sálræn áföll birst löngu eftir að þau fullorðnast og valdið óskaplegum sársauka og haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar,“ segir Edda. Mörg börn án stuðnings Hún segir allt of mörg börn fara á mis við sorgarstuðning því aðstandendur séu sjálfir svo brotnir. „Þess vegna erum við að safna fyrir þessu verkefni. Aðstandendur eru oft svo brotnir sjálfir að þeir eiga fullt í fangi með að halda sér og fjölskyldunni gangandi. Það þarf mjög sértæka fagaðila til að hjálpa syrgjandi börnum og Listasmiðja fyrir börn í sorg gæti bjargað mörgum mannssálum.“ Spurð hvernig hún upplifi sorg og missi segir Edda: „ Ef ég gæti með nokkru móti lýst því í fáum setningum, minni sorg og afleiðingum missis, þá finndist mér ég vera komin töluvert langt í að ná minni lífs- og starfsorku, en ég á engin orð enn þá.“ Katrín lofar einstakri stemningu í lóninu. Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, framkvæmdastýra 1881, segir verkefnið alfarið hugarfóstur Eddu. „Því miður er enginn ónæmur fyrir sorginni. Við upplifum öll missi einhverntíman á lífsleiðinni. Verkefnið er hugarfóstur Eddu, en hún horfði upp á fjölskyldumeðlimi á öllum aldri tækla sorgina á mismunandi hátt og með stuðningi frá Sorgarmiðstöðinni og námi í Sálgæslu fannst henni þetta úrræði vanta á íslandi. Það sýnir sig að ef börn eru ekki gripin þegar þau upplifa áföll í æsku líkt og að missa náin ástvin geta þau lent á vegg síðar meir og þetta er í raun forvörn fyrir það.“ Hún lofar einstakri stemningu í lóninu á þriðjudaginn. „Við erum svo heppin að hafa liðsauka frá DJ Dóru Júlíu sem er stemningskona með meiru auk GDRN og Sölku Sól sem munu með sínum undirfögru röddum skapa hugljúfa og ógleymanlega stund í þágu góðs málefnis. Sorgarmiðstöðin vinnur einstaklega faglegt starf og var aldrei spurning að gera þetta með einhverjum öðrum aðilum.“
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Sorg Tengdar fréttir Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00 Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40 Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. 8. ágúst 2022 09:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. 9. nóvember 2022 07:00
Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. 3. nóvember 2022 11:40
Sorgarmiðstöð vill þjónusta alla syrgjendur, óháð búsetu Sum verkefni ná ekki um allt land þó svo þau eigi að heita að vera fyrir alla landsmenn. Sorgarmiðstöðin vill geta þjónustað alla syrgjendur, óháð búsetu. 8. ágúst 2022 09:30