Jakob Elleman-Jensen hættir í stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 07:57 Jakob Ellemann-Jensen tók við sem formaður Venstre árið 2019 af Lars Lökke Rasmussen, núverandi utanríkisráðherra Danmerkur og fyrrverandi forsætisráðherra. Getty Jakob Elleman-Jensen, efnahagsmálaráðherra Danmerkur og formaður stjórnarflokksins Venstre, hyggst hætta sem formaður Venstre og segja skilið verið stjórnmálin. Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre. Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre.
Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36