Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 13:00 Hassabis segir aðkallandi að horfa til alþjóðlegrar stefnumörkunar og eftirlits með þróun gervigreindar. epa/Wu Hong Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf. Gervigreind Tækni Google Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa boðað til ráðstefnu um áskoranir vegna hraðrar framþróunar gervigreindar þar sem Hassabis verður meðal frummælenda. Hann er frumkvöðull á þessu sviði, stofnaði DeepMind árið 2010 og seldi fyrirtækið til Google árið 2014. Frá þeim tíma hefur hann farið fyrir þróun gervigreindar hjá tæknirisanum. Hassabis segist ekki vera meðal þeirra sem óttast eða eru afar neikvæðir í garð gervigreindar en hann segir ríki heims hins vegar þurfa að hefjast tafarlaust við að draga úr og koma í veg fyrir hættur af völdum tækninnar, sem menn gætu meðal annars misnotað til að þróa lífefnavopn. „Við verðum að taka hættuna af völdum gervigreindar jafn alvarlega og aðrar alþjóðlegar áskoranir, eins og loftslagsbreytingar,“ segir Hassabi. „Það tók alþjóðasamfélagið of langan tíma til að koma með samræmar aðgerðir hvað þær varðar og við búum nú við afleiðingar þess. Við megum ekki við sömu töfum hvað varðar gervigreindina,“ segir hann. Milliríkjanefnd eða alþjóðastofnun Það var teymi Hassabi sem þróaði AlphaFold, forritið sem hefur spáð fyrir um byggingu allra prótína líkamans. Hann segir gervigreind gætu orðið ein mikilvægastu tækniframþróun sögunnar en að stefnumótunar sé þörf og þar megi horfa til alþjóðlegra stofnana á borð við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC). Stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina myndi svo taka við, sem hefði eftirlit með framþróun tækninnar. Excited to share #AlphaMissense our new AI system that can classify whether genetic mutations (missense variants) are benign or harmful - a critical step toward uncovering causes of many diseases, from cystic fibrosis to cancer. In @ScienceMagazine today https://t.co/pIsskIe1cP— Demis Hassabis (@demishassabis) September 19, 2023 Hassabis segir gervigreindina geta stuðlað að ótrúlegum framförum, til dæmis á vettvangi heilbrigðisvísinda, og segist ekki myndu starfa á þessu sviði ef hann teldi það ekki geta orðið til góðs. Hins vegar var hann einnig meðal framámanna sem undirrituðu opið bréf í maí um mögulegar ógnir gervigreindar. Menn hafa viðrað áhyggjur af því að mannkyninu gæti bókstaflega stafað tilvistarleg ógn af tækninni, að forrit gæti hreinlega orðið gáfaðra en manneskjan og losnað undan stjórn hans. „Gæti hún stolið eigin kóða, bætt eigin kóða? Gæti hún afritað sig án leyfis? Það væri óæskileg hegðun því ef þú vilt slökkva á henni viltu ekki að hún geymi afrit af sér annars staðar,“ segir Hassabis. „Það er alls konar svona hegðun sem væri óæskileg hjá öflugu kerfi.“ Prófanir eru ein þeirra lausna sem Hassabis leggur til og svo mögulega lagasetning. En rannsókna sé þörf.
Gervigreind Tækni Google Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira