Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2023 21:31 Það fór vel á með forseta Íslands og Reynir Pétri og Hanný Maríu, sambýliskonu hans á Sólheimum í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson. Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það voru allir í hátíðaskapi á Sólheimum þegar styttan af Reyni Pétri var afhjúpuð af honum og forseta Íslands við mikinn fögnuð viðstaddra en hún var búin til í tengslum við Íslandsgöngu Reynis Péturs fyrir 38 árum þegar hann gekk hringinn í kringum landið 1985, alls 1.417 kílómetra. En Reynir Pétur á líka afmæli í dag, er 75 ára og því var fagnað vel, hann fékk meðal annars staf í afmælisgjöf. Ríkey Ingimundardóttir, listakona, sem gerði styttuna af Reyni Pétri á sínum tíma. Hún er ánægð að styttan sé komin á Sólheima.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég fylgdist með honum eins og alþjóð þegar hann gekk hringveginn fyrstur manna. Safnaði fé til að byggja hér íþróttahús en gerðu svo miklu meira en það, vakti um leiða athygli á góðum málstað. Ýtti við samfélaginu og vakti okkur til vitundar um það að í svona öflugu samfélagi eins og við viljum búa í á allt fólk sitt pláss og allir eiga þann rétt að sýna hvað í þeim býr sjálfum sér og öðrum til heilla,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Reynir Pétur og Guðni við styttuna góðu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkur ávörp voru haldin í tilefni dagsins, meðal annars af dómsmálaráðherra og Ómari Ragnarssyni, sem gerði Íslandsgöngunni góð skil í fréttum á sínum tíma. Þá spilaði Reynir Pétur á munnhörpuna sína fyrir gesti. „Ég kem hingað að verða fjögurra ára og ég á mörg áhugamál. Það er mjög gott og ég ólst upp hér,” segir Reynir Pétur, afmælisbarn dagsins. Lionsmenn í klúbbnum Ægi færðu Reyni Pétri blómvönd í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Pétur fékk að sjálfsögðu afmælissöng frá Sólheimakórnum. Eftir dagskrá dagsins var boðið upp á glæsilegt afmæliskaffi í boði Sólheima. Heimilisfólkið var æst í að fá mynd af sér með forseta Íslands og að sjálfsögðu var það ekkert mál.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira