27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 14:40 Fellibylurinn Otis olli miklum skemmdum í Acapulco og víðar í Mexíkó í gær. AP/Marco Ugarte Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Fellibylurinn Otis kom veðurfræðingum verulega á óvart í vikunni. Nokkrum klukkutímum áður en hann náði landi jókst kraftur hans gífurlega mikið og varð óvænt fimmta stigs fellibylur. Hann missti þó fljótt mátt eftir að hann náði landi en fellibylnum fylgdu mjög sterkir vindar og mikil rigning, sem leiddi til flóða og aurskriða. Sjá einnig: Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis López Obrador, forseti, segir eyðilegginguna eftir Otis vera gífurlega mikla og að ekki einn einast rafmagnsstaur standi enn uppi þar sem fellibylurinn skall á. Hann segir þó það sárást að fólk hafi misst lífið. Hægt sé að byggja ónýta hluti aftur en það eigi ekki við líf. Einn hinna látnu er hermaður sem dó þegar veggur í húsi hans féll á hann. AP fréttaveitan hefur eftir forsetanum að það að ná rafmagni aftur á sé í forgangi. Fjölmargir viðgerðarmenn hafa verið sendir til að koma rafmagni á aftur en þeir eiga í erfiðum með viðgerðir þar sem rafmagnslínur liggja víða undir miklu magni af leðju og vatni. Fréttaveitan segir fyrstu fregnir frá Acapulco og nærliggjandi svæðum í héruðunum Guerro og Oaxaca til marks um miklar skemmdir og eru íbúar sagðir ósáttir við viðbrögð yfirvalda. Um tíu þúsund hermenn hafa verið sendir á svæðið en þeir hafa ekki búnað til að hreinsa mörg tonn af leðju og fallin tré af götum bæja og borga. Almenningur hefurfarið ránshendi um verslanir í Acapulco eftir að fellibylurinn Otis gekk þar yfir í gærmorgun.AP/Marco Ugarte Blaðamaður AP ræddi við mann sem var í Acapulco, þar sem hann gisti á hóteli. Sá sagðist hafa orðið hræddur um líf sitt þegar veðrið var sem varst. Gluggarnir á hótelherbergi hans brotnuðu en hann leitaði skjóls inn á baðherbergi og segist þakklátur fyrir að baðhurðin hafi haldið. Seinna í gær sagðist hann hafa fylgst með hundruðum manna fara ránshendi um verslun nærri hótelinu. Þar hafi fólk barist við að flytja allt frá nauðsynjum og matvælum upp í sjónvörp og önnur heimilistæki á innkaupakerrum í gegnum leðjuna. Hermenn eru sagðir hafa leyft fólki að taka matvæli úr verslunum en hafa reynt að stöðva fólk sem var að stela heimilistækjum. Einhverjir munu hafa bundið ísskápa upp á leigubíla og ekið á brott. Kona á leið heim með vörur sem hún stal úr verslun í Acapulco í Mexíkó.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira