Umfjöllun: Gent - Breiðablik 5-0 | Blikar fengu slæman skell í Belgíu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2023 18:34 vísir/hulda margrét Gent burstaði Breiðablik með fimm mörkum gegn engu þeggar liðin áttust við í þriðju umferð í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Ghelamco Arena í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs Árnasonar. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti en liðið var komið þremur mörkum yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Omri Gandelman nýtti sér sofandahátt í vörn Blika þegar hann kom Gent yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Gandelman var einn á auðum sjó þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Hugo Cuypers skoraði tvö mörk með stuttu millibili eftir rúmlega stundarfjórðungs leik og Tarik Tissoudali bætti fjórða markinu við þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Raunar átti Breiðablik nokkur fín færi í fyrri hálfleik en einstaklingsgæði Gent voru meiri og þeir nýttu þær stöður sem þeir fengu mun betur en gestirnir úr Kópavoginum. Breiðablik sýndi baráttuvilja í seinni hálfleik og hélt áfram að freista þess að klóra í bakkann. Gísli Eyjólfsson var sprækur á vinstri kantinum og Höskuldur Gunnlaugsson tók tvær aukaspyrnur á hættulegum stað. Inn vildi boltinn aftur á móti ekki og það var svo varamaðurinn Gift Orban sem jók á eymd Blikaliðsins þegar hann kom Gent í 5-0 um miðjan seinni hálfleik. Höskuldur fékk svo upplagt tækifæri til þess að laga stöðuna fyrir Breiðablik en hann nældi í vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Höskuldur fór sjálfur á vítapunktinn en fyrirliðanum brást bogalistinn en Davy Roef varði vítaspyrnu hans. Niðurstaðan sannfærandi sigur Gent sem trónir á toppi riðilsins með sjö stig en Zorya kemur næst með fjögur stig. Maccabi Tel Aviv er í þriðja sæti með þrjú stig en Blikar reka lestina án stiga. Leikmenn Blika þakka stuðningsmönnum sínum sem lögðu leið sína til Belgíu fyrir dyggan stuðning sinn. Mynd/Breiðablik Af hverju vann Gent? Leikmenn Gent sýndu einstaklingsgæði sín þegar þeir komust í færi en Blikar náðu ekki að binda endahnútinn á sóknarlotur sínar. Gent nýtti sér einnig bras í varnarleik Blika og slæma dekkningu í föstum leikatriðum. Gent var einfaldlega númeri of stórt fyrir Breiðabli að þessu sinni. Hverjir sköruðu fram úr? Hugo Cuypers og Tarik Tissoudali léku við hvurn sinn fingur í framlínu Gent og léku listir sínar, bæði í mörkunum sem þeir skoruðu og færunum sem þeir sköpuðu sér þar fyrir utan. Gísli Eyjólfsson var manna sprækastur í sóknarlínu Blika og Anton Logi Lúðvíksson var öflugur inni á miðsvæðinu. Hvað gekk illa? Blikar náðu fínum spilköflum úti á vellinum og komu sér í fínar stöður. Það vantaði hins vegar herslumunninn upp á við að skapa fleiri hættuleg færi og reka smiðshöggið á þau færi sem litu dagsins ljós. Til þess að kóróna það brenndi Höskuldur af á vítapunktinum. Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í fjórðu umferð í B-riðlinum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 9. nóvember. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Gent burstaði Breiðablik með fimm mörkum gegn engu þeggar liðin áttust við í þriðju umferð í B-riðli Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Ghelamco Arena í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Blika undir stjórn Halldórs Árnasonar. Heimamenn hófu leikinn af miklum krafti en liðið var komið þremur mörkum yfir eftir tæplega 20 mínútna leik. Omri Gandelman nýtti sér sofandahátt í vörn Blika þegar hann kom Gent yfir þegar 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Gandelman var einn á auðum sjó þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu. Hugo Cuypers skoraði tvö mörk með stuttu millibili eftir rúmlega stundarfjórðungs leik og Tarik Tissoudali bætti fjórða markinu við þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Raunar átti Breiðablik nokkur fín færi í fyrri hálfleik en einstaklingsgæði Gent voru meiri og þeir nýttu þær stöður sem þeir fengu mun betur en gestirnir úr Kópavoginum. Breiðablik sýndi baráttuvilja í seinni hálfleik og hélt áfram að freista þess að klóra í bakkann. Gísli Eyjólfsson var sprækur á vinstri kantinum og Höskuldur Gunnlaugsson tók tvær aukaspyrnur á hættulegum stað. Inn vildi boltinn aftur á móti ekki og það var svo varamaðurinn Gift Orban sem jók á eymd Blikaliðsins þegar hann kom Gent í 5-0 um miðjan seinni hálfleik. Höskuldur fékk svo upplagt tækifæri til þess að laga stöðuna fyrir Breiðablik en hann nældi í vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Höskuldur fór sjálfur á vítapunktinn en fyrirliðanum brást bogalistinn en Davy Roef varði vítaspyrnu hans. Niðurstaðan sannfærandi sigur Gent sem trónir á toppi riðilsins með sjö stig en Zorya kemur næst með fjögur stig. Maccabi Tel Aviv er í þriðja sæti með þrjú stig en Blikar reka lestina án stiga. Leikmenn Blika þakka stuðningsmönnum sínum sem lögðu leið sína til Belgíu fyrir dyggan stuðning sinn. Mynd/Breiðablik Af hverju vann Gent? Leikmenn Gent sýndu einstaklingsgæði sín þegar þeir komust í færi en Blikar náðu ekki að binda endahnútinn á sóknarlotur sínar. Gent nýtti sér einnig bras í varnarleik Blika og slæma dekkningu í föstum leikatriðum. Gent var einfaldlega númeri of stórt fyrir Breiðabli að þessu sinni. Hverjir sköruðu fram úr? Hugo Cuypers og Tarik Tissoudali léku við hvurn sinn fingur í framlínu Gent og léku listir sínar, bæði í mörkunum sem þeir skoruðu og færunum sem þeir sköpuðu sér þar fyrir utan. Gísli Eyjólfsson var manna sprækastur í sóknarlínu Blika og Anton Logi Lúðvíksson var öflugur inni á miðsvæðinu. Hvað gekk illa? Blikar náðu fínum spilköflum úti á vellinum og komu sér í fínar stöður. Það vantaði hins vegar herslumunninn upp á við að skapa fleiri hættuleg færi og reka smiðshöggið á þau færi sem litu dagsins ljós. Til þess að kóróna það brenndi Höskuldur af á vítapunktinum. Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í fjórðu umferð í B-riðlinum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 9. nóvember.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti