Fundu sigurinn í þriðju framlengingu Snorri Már Vagnsson skrifar 26. október 2023 22:20 Leikur Þórsara og Saga var sá lengsti til þessa á tímabilinu. Þór og Saga mættust í Ljósleiðaradeildinni í lengsta leik tímabilsins til þessa, en leikurinn fór í þriðju framlengingu. Spilað var á Anubis þar sem Þórsarar stilltu sér upp í varnarstöðu í fyrri hálfleik. Þórsarar hófu leikinn hratt og tóku þrjár lotur í röð áður en Saga minnkaði muninn, staðan þá 3-1. Saga svöruðu vel fyrir sig og náðu að jafna leikinn í 4-4 eftir átta lotur. Anubis reynist yfirleitt vera liðinu sem sækir hliðhollara, en leikmenn Saga náðu þó ekki að nýta sér það og Þórsarar fóru í hálfleikinn með þriggja leikja forystu þar sem Saga náði aðeins tveimur lotum til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar réðu öllum ráðum í seinni hálfleik en Allee, leikmaður Þórs átti stórleik og í sextándu lotu sigraði hann lotu, einn gegn fjórum leikmönnum Sögu. Saga fann loksins sína fyrstu lotu í seinni hálfleik í tuttugustu lotu og staðan þá 13-7. Slökknaði þá örlítið undir Þórsurum en Saga náði heldur betur að koma sér inn í leikinn að nýju. Azuwu, leikmaður Sögu skoraði ás þegar hann felldi alla leikmenn Þórs og minnkaði muninn í aðeins eina lotu, 14-13. Þórsarar komust í stöðuna 15-13 en fundu ekki lokahöggið á andstæðinga sína og Saga-menn knúðu fram framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Leikmenn Sögu hófu framlenginguna betur en Þórsarar voru þó fljótir að svara. Saga komst á úrslitalotu í stöðunni 17-18 en Þórsarar náðu að jafna að nýju og knýja þar með fram aðra framlengingu. Saga komst enn og aftur á úrslitalotu en Þórsarar neituðu að gefast upp og leikurinn fór í þriðju framlengingu. Þórsarar fundu loks taktinn sinn að nýju og sigruðu allar lotur þriðju framlengingar. Tony toppaði fellutöfluna þar en hann var með 50 fellur. Lokatölur: 25-21 Eftir æsispennandi leik standa Þórsarar uppi með sigurinn og koma sér þar með í toppsæti deildarinnar. Saga situr enn í sjöunda sæti með 4 stig, jafnir ÍA á stigum. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þórsarar hófu leikinn hratt og tóku þrjár lotur í röð áður en Saga minnkaði muninn, staðan þá 3-1. Saga svöruðu vel fyrir sig og náðu að jafna leikinn í 4-4 eftir átta lotur. Anubis reynist yfirleitt vera liðinu sem sækir hliðhollara, en leikmenn Saga náðu þó ekki að nýta sér það og Þórsarar fóru í hálfleikinn með þriggja leikja forystu þar sem Saga náði aðeins tveimur lotum til viðbótar í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Þórsarar réðu öllum ráðum í seinni hálfleik en Allee, leikmaður Þórs átti stórleik og í sextándu lotu sigraði hann lotu, einn gegn fjórum leikmönnum Sögu. Saga fann loksins sína fyrstu lotu í seinni hálfleik í tuttugustu lotu og staðan þá 13-7. Slökknaði þá örlítið undir Þórsurum en Saga náði heldur betur að koma sér inn í leikinn að nýju. Azuwu, leikmaður Sögu skoraði ás þegar hann felldi alla leikmenn Þórs og minnkaði muninn í aðeins eina lotu, 14-13. Þórsarar komust í stöðuna 15-13 en fundu ekki lokahöggið á andstæðinga sína og Saga-menn knúðu fram framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Leikmenn Sögu hófu framlenginguna betur en Þórsarar voru þó fljótir að svara. Saga komst á úrslitalotu í stöðunni 17-18 en Þórsarar náðu að jafna að nýju og knýja þar með fram aðra framlengingu. Saga komst enn og aftur á úrslitalotu en Þórsarar neituðu að gefast upp og leikurinn fór í þriðju framlengingu. Þórsarar fundu loks taktinn sinn að nýju og sigruðu allar lotur þriðju framlengingar. Tony toppaði fellutöfluna þar en hann var með 50 fellur. Lokatölur: 25-21 Eftir æsispennandi leik standa Þórsarar uppi með sigurinn og koma sér þar með í toppsæti deildarinnar. Saga situr enn í sjöunda sæti með 4 stig, jafnir ÍA á stigum.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira