Sigurganga FH heldur áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 23:12 FH er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur gegn ÍBV. FH og ÍBV mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn var spilaður í kjarnorkuverinu á Nuke og stilltu Eyjamenn sér upp í vörn í fyrri hálfleik. FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn
FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn