Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 21:48 Darwin Nunez fagnar sigurmarki Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3 Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira