Tónlist

Bylgjan órafmögnuð snýr aftur í kvöld

Boði Logason skrifar
Jóhanna Guðrún stígur á stokk í kvöld, 2. nóvember.
Jóhanna Guðrún stígur á stokk í kvöld, 2. nóvember. Hulda Margrét

Í kvöld fer aftur af stað tónleikaröðin Bylgjan órafmögnuð á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Næstu sjö fimmtudagskvöld verða tónleikar með nýjum tónlistarmönnum á dagskrá. 

Tónleikarnir Bylgjan órafmögnuð eru á dagskrá næstu fimmtudagskvöld klukkan 20:00 á Bylgjunni, Vísi og Stöð 2 Vísi. Í ár koma fram Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Una Torfa, Ragga Gísla, Jónas Sig og svo er síðasti þátturinn sýndur 16. desember og er það sérstakur jólaþáttur. 

Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, er spenntur fyrir tónleikaröðinni sem hefur vakið mikla athygli síðustu ár. 

„Við byrjum í kvöld og að þessu sinni erum við með sjö fimmtudagskvöld. Við byrjum á algjörri neglu þar sem Jóhanna Guðrún tekur allt frá dívu-ballöðum upp í Mamma þarf að djamma. Þá ræðir hún einnig hvernig hún átta ára gömul sem barnastjarna tróð upp á bensínstöðvum og við allskonar tækifæri,“ segir Ívar.

Búið er að taka alla tónleikana upp og var stemmingin alveg stórkostleg að sögn viðstaddra.

Hér fyrir neðan má sjá dagskránna:

Jóhanna Guðrún - 2. nóvember

Jóhanna Guðrún stígur á stokk í kvöld, 2. nóvember.Hulda Margrét

Klara Elías - 9. nóvember

Klara Elías stígur á stokk 9. nóvember.Hulda Margrét

Friðrik Dór - 16. nóvember

Kóngurinn, oft kallaður Friðrik Dór, kemur fram þann 16. nóvember.Hulda Margrét

Una Torfa - 23. nóvember

Una Torfa hefur komið eins og stormsveipur inn í íslensku tónlistarsenuna og verða tónleikar hennar þann 23. nóvember.Hulda Margrét

Ragga Gísla - 30. nóvember

Drottningin sjálf, Ragga Gísla, kemur fram 30. nóvember.Hulda Margrét

Jónas Sig - 7. desember

Jónas Sig heldur tónleika þann 7. desember. Hulda Margrét

Jólaþáttur með öllum - 16. desember

Vala Eiríks spjallar við tónlistarmennina á milli laga.Hulda Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×